Körfubolti

Lakers vann annan leikinn í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
D'Angelo Russell sækir hér í átt að körfu 76ers í nótt.
D'Angelo Russell sækir hér í átt að körfu 76ers í nótt. Vísir/getty
Los Angeles Lakers vann annan leik sinn í röð í NBA-deildinni í nótt 93-84 gegn Philadelphia 76ers en þetta var aðeins sjöundi sigurleikur liðsins á þessu tímabili.

Kobe Bryant var ekki með Los Angeles Lakers í nótt en hinn 37 árs gamli Bryant fann fyrir eymslum í öxlinni eftir leikjaálagið undanfarnar vikur en þarna mættust tvö lélegustu lið NBA-deildarinnar í vetur.

Er þetta í fyrsta sinn í tæpa ellefu mánuði sem Lakers vinnur tvo leiki í röð en Lou Williams fór fyrir liðið Lakers með 24 stig gegn sínum gömlu félögum.

McDermott setti fleiri stig en Knicks í fjórða leikhluta í gær en hér setur hann tvö af 13 stigum sínum í leiknum í gær.Vísir/getty
Í Chicago unnu leikmenn Chicago Bulls 27 stiga sigur á New York Knicks 108-81 en leikmenn Bulls settu einfaldlega í lás í fjórða leikhluta og gerðu út um leikinn.

Tókst leikmönnum New York Knicks aðeins að setja átta stig í leikhlutanum en Doug McDermott, leikmaður Chicago Bulls, skoraði fleiri stig (11) en New York Knicks í leikhlutanum.

Toronto Raptors tókst sömuleiðis að gera út um leikinn í fjórða leikhluta og vinna tíu stiga sigur eftir að hafa verið átta stigum undir fyrir leikhlutann.

Þá bauð Hassan Whiteside upp á tröllatvennu í 24 stiga sigri á Dallas Mavericks í nótt 106-84 en miðherjinn var stigahæsti leikmaður vallarins með 25 stig ásamt því að taka 19 fráköst.

Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.

Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt:



Washington Wizards 103-91 Orlando Magic

Miami Heat 106-82 Dallas Mavericks

Toronto Raptors 104-94 Charlotte Hornets

Chicago Bulls 108-81 New York Knicks

Los Angeles Lakers 93-84 Philadelphia 76ers

Bestu tilþrif kvöldsins: Leikmenn Dallas áttu engin svör við stórleik Whiteside:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×