Bein útsending: Leikið til úrslita á Tuddanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 10:48 Ólafur Nils Sigurðsson er einn skipuleggjenda Tuddans. Íslandsmeistaramótið Tuddinn 2016 stendur yfir nú um helgina þar sem bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi í Counter-Strike:GO og League of Legends. Mótið hófst á föstudag og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hefst í dag klukkan 11:00 og er dagskráin eftirfarandi. 11:00 Undanúrslit - malefiq vs VECA 14:00 Undanúrslit - seven vs GODS.WIN 18:00 Úrslitaleikur Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars. Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur. Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni
Íslandsmeistaramótið Tuddinn 2016 stendur yfir nú um helgina þar sem bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi í Counter-Strike:GO og League of Legends. Mótið hófst á föstudag og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hefst í dag klukkan 11:00 og er dagskráin eftirfarandi. 11:00 Undanúrslit - malefiq vs VECA 14:00 Undanúrslit - seven vs GODS.WIN 18:00 Úrslitaleikur Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars. Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur. Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni