Íslenski boltinn

Missir FH Kristján Flóka til Sviss?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Flóki í leik með FH.
Kristján Flóki í leik með FH. Vísir/Andri Marinó
Kristján Flóki Finnbogason er nú staddur í Sviss þar sem hann er til reynslu hjá úrvalsdeildarfélaginu Sion.

Fótbolti.net greindi frá þessu í dag en Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, staðfesti þetta í samtali við Vísi.

„Það var umboðsmaður sem hafði samband. Félagið hefur fylgst með honum í íslenska U-21 liðinu og vildi fá að skoða hann betur,“ sagði Birgir sem segir algjörlega óvíst á þessu stigi hvort að Sion hafi áhuga á að kaupa hann eða gera lánssamning við FH.

Sjá einnig: Kristján Flóki: Kominn tími á að FH vinni tvennuna

Kristján Flóki er samningsbundinn FH í tvö ár til viðbótar en hann skoraði fjögur mörk í 23 leikjum fyrir FH síðastliðið sumar. Hann var þar áður á mála hjá FCK í Danmörku.

Birgir sagði enn fremur að hann reiknaði ekki með því að Emil Pálsson fari til portúgalska félagsins Belenenses en það hefur enn ekki svarað síðasta gagntilboði FH-inga.

Sjá einnig: Úrvalsdeildarlið í Portúgal vill fá Emil Pálsson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×