Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Frosti Logason skrifar 22. janúar 2016 17:41 Helgi Hrafn Gunnarsson, pírati, segir ekki endilega vera samasemmerki á milli þess að vera á móti hugmyndafræði íslam og þess að styðja mismunun og kúgun. Þetta kom fram í máli þingmannsins í útvarpsþættinum Harmageddon þegar til umræðu voru skoðanaskipti hans og nokkurra af hörðustu gagnrýnendum pírata á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar sagði Helgi: „...það að ég styðji ekki Íslam og sé hugmyndafræðilegur andstæðingur Íslams, þá þýðir það ekki að ég fari að styðja útskúfun, mismunun á grundvelli trúarbragða eða önnur mannréttindabrot. Múslimar hafa kolranga sýn á heiminn og ég skal glaður rökræða við hvern þeirra fram á rauða nótt, en það réttlætir ekki útskúfun, mismunun á grundvelli trúarbragða eða önnur mannréttindabrot gegn þeim.“ Helgi tekur einnig fram að besta leiðin til þess að berjast gegn því sem heita má fordómafullt afturhald í hugmyndum trúarbragðana sé einfaldlega að beita góðum rökum í opinni umræðu. Þetta segist Helgi reyndar hafa gert með góðum árangri. Í nokkrum tilfella hafi viðkomandi jafnvel breytt um lífskoðun eftir rökræður við Helga. „Ég hef aldrei lofað Íslam. Ég hef gagnrýnt Islam mjög víða og reyndar fengið allmarga múslima til að endurhugsa afstöðu sína og jafnvel yfirgefa trúna, með tileyrandi erfiðleikum fyrir viðkomandi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Helga hér að ofan. Harmageddon Mest lesið Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon Gamalt lag með Dave Grohl komið í leitirnar Harmageddon Fyrirmyndarmæður slá í gegn á internetinu Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Sannleikurinn: Blátt áfram fá áfram að hræða börn Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Segir umhverfisráðherra ekki notast við rök Harmageddon Var Jesú Kristur fyrsti talsmaður skrattans? Harmageddon
Helgi Hrafn Gunnarsson, pírati, segir ekki endilega vera samasemmerki á milli þess að vera á móti hugmyndafræði íslam og þess að styðja mismunun og kúgun. Þetta kom fram í máli þingmannsins í útvarpsþættinum Harmageddon þegar til umræðu voru skoðanaskipti hans og nokkurra af hörðustu gagnrýnendum pírata á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar sagði Helgi: „...það að ég styðji ekki Íslam og sé hugmyndafræðilegur andstæðingur Íslams, þá þýðir það ekki að ég fari að styðja útskúfun, mismunun á grundvelli trúarbragða eða önnur mannréttindabrot. Múslimar hafa kolranga sýn á heiminn og ég skal glaður rökræða við hvern þeirra fram á rauða nótt, en það réttlætir ekki útskúfun, mismunun á grundvelli trúarbragða eða önnur mannréttindabrot gegn þeim.“ Helgi tekur einnig fram að besta leiðin til þess að berjast gegn því sem heita má fordómafullt afturhald í hugmyndum trúarbragðana sé einfaldlega að beita góðum rökum í opinni umræðu. Þetta segist Helgi reyndar hafa gert með góðum árangri. Í nokkrum tilfella hafi viðkomandi jafnvel breytt um lífskoðun eftir rökræður við Helga. „Ég hef aldrei lofað Íslam. Ég hef gagnrýnt Islam mjög víða og reyndar fengið allmarga múslima til að endurhugsa afstöðu sína og jafnvel yfirgefa trúna, með tileyrandi erfiðleikum fyrir viðkomandi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Helga hér að ofan.
Harmageddon Mest lesið Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon Gamalt lag með Dave Grohl komið í leitirnar Harmageddon Fyrirmyndarmæður slá í gegn á internetinu Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Sannleikurinn: Blátt áfram fá áfram að hræða börn Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Segir umhverfisráðherra ekki notast við rök Harmageddon Var Jesú Kristur fyrsti talsmaður skrattans? Harmageddon