Key West Tropical þema í barnaherberginu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. janúar 2016 14:00 Sonja Bent fatahönnuður með drenginn sinn, Mána. Æskuár Sonju á Flórída voru henni ofarlega í huga þegar hún innréttaði barnaherbergið. Strendur Flórída rötuðu alla leið upp í Breiðholt þegar Sonja Bent fatahönnuður útbjó barnaherbergi 4 mánaða sonar síns Mána. Skeljar sem Sonja safnaði sjálf í æsku á ströndinni í Key West nýtti hún í óróra fyrir ofan vögguna sem er handhnýtt og hangir úr loftinu. Er eitthvert þema í herberginu? „Æska mín var mér mjög ofarlega í huga þegar ég fór að útfæra herbergið hans, en frá níu mánaða aldri var ég með með annan fótinn í Key West á Flórída. Bakgarðurinn á húsinu var ströndin. Þetta voru æðislegir tímar. Pabbi að veiða og kafa eftir humri. Mamma og systir mín á fullu að hnýta macrame-blómapotta, hengirúm og alls kyns fínerí og við krakkarnir að leika okkur á ströndinni. Úr varð „Key West Tropical“ þema.“Vegglímmiðarnir koma frá Urban Walls og skapa ekta strandstemmingu í herberginu.Hvað þurfti að gera? „Herbergið er inn af okkar svefnherbergi og var lokað af sem fataherbergi. Við þurftum því að taka niður hurð og vegg og opna inn í rýmið, parketleggja og mála.“Vaggan er handhnýtt af hjónum í Níkaragva. myndir/ernirVaggan hnýtt í Níkaragva „Það hvarflaði að mér í smá stund að reyna að útbúa vöggu fyrir hann úr macrame-hnýtingum til að fullkomna þemað en fann síðan æðisleg hjón í Níkaragva sem búa til fallegar vöggur og hengirúm, HangAhammock. Þetta er ótrúlega vönduð og falleg vagga og Máni elskar að vera í henni. Hentar svo vel að hún skuli hanga upp á að geta ruggað honum í svefn. Svo fann ég þessa æðislegu pálmatréslímmiða og fugla sem gefa silúettu af hitabeltislandslagi hjá Urban Walls í Bandaríkjunum sem systir mín ákvað að gefa Mána í herbergið.“Fallegir hlutir og leikföng hanga á vegg fyrir ofan skiptiborðið.Skeljasafnið varð að óróa „Skeljaóróann bjó ég til úr skeljum sem ég tíndi sem barn í Key West. Ég hef safnað skeljum og steinum allt mitt líf, árátta sem kom sér afar vel í þetta skiptið.“Loftljósið setti Sonja sjálf saman úr OYOY-óróa og viðarkúlum.Skemmtilegt loftljós „Ljósið í loftinu bjó ég til úr OYOY-óróa sem ég keypti hjá Hjarni og tók í sundur. Fékk síðan snúru og íhluti fyrir ljósið og fallega peru í Glóey. Keypti síðan viðarkúlur í Litum og föndri sem ég þræddi upp á snúruna á milli tuskudýranna.“ Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Strendur Flórída rötuðu alla leið upp í Breiðholt þegar Sonja Bent fatahönnuður útbjó barnaherbergi 4 mánaða sonar síns Mána. Skeljar sem Sonja safnaði sjálf í æsku á ströndinni í Key West nýtti hún í óróra fyrir ofan vögguna sem er handhnýtt og hangir úr loftinu. Er eitthvert þema í herberginu? „Æska mín var mér mjög ofarlega í huga þegar ég fór að útfæra herbergið hans, en frá níu mánaða aldri var ég með með annan fótinn í Key West á Flórída. Bakgarðurinn á húsinu var ströndin. Þetta voru æðislegir tímar. Pabbi að veiða og kafa eftir humri. Mamma og systir mín á fullu að hnýta macrame-blómapotta, hengirúm og alls kyns fínerí og við krakkarnir að leika okkur á ströndinni. Úr varð „Key West Tropical“ þema.“Vegglímmiðarnir koma frá Urban Walls og skapa ekta strandstemmingu í herberginu.Hvað þurfti að gera? „Herbergið er inn af okkar svefnherbergi og var lokað af sem fataherbergi. Við þurftum því að taka niður hurð og vegg og opna inn í rýmið, parketleggja og mála.“Vaggan er handhnýtt af hjónum í Níkaragva. myndir/ernirVaggan hnýtt í Níkaragva „Það hvarflaði að mér í smá stund að reyna að útbúa vöggu fyrir hann úr macrame-hnýtingum til að fullkomna þemað en fann síðan æðisleg hjón í Níkaragva sem búa til fallegar vöggur og hengirúm, HangAhammock. Þetta er ótrúlega vönduð og falleg vagga og Máni elskar að vera í henni. Hentar svo vel að hún skuli hanga upp á að geta ruggað honum í svefn. Svo fann ég þessa æðislegu pálmatréslímmiða og fugla sem gefa silúettu af hitabeltislandslagi hjá Urban Walls í Bandaríkjunum sem systir mín ákvað að gefa Mána í herbergið.“Fallegir hlutir og leikföng hanga á vegg fyrir ofan skiptiborðið.Skeljasafnið varð að óróa „Skeljaóróann bjó ég til úr skeljum sem ég tíndi sem barn í Key West. Ég hef safnað skeljum og steinum allt mitt líf, árátta sem kom sér afar vel í þetta skiptið.“Loftljósið setti Sonja sjálf saman úr OYOY-óróa og viðarkúlum.Skemmtilegt loftljós „Ljósið í loftinu bjó ég til úr OYOY-óróa sem ég keypti hjá Hjarni og tók í sundur. Fékk síðan snúru og íhluti fyrir ljósið og fallega peru í Glóey. Keypti síðan viðarkúlur í Litum og föndri sem ég þræddi upp á snúruna á milli tuskudýranna.“
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira