Allir meðlimir ABBA komu saman í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2016 10:33 Besta hljómsveit allra tíma? Mynd/Abba Agneta, Björn, Benny og Anni-Frid voru öll mætt á rauða dregilinn við frumsýningu kvöldverðarsýningarinnar „Mamma Mia: The Party“ í Gröna Lund í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þetta var í fyrsta sinn sem þau sáust öll fjögur saman frá árinu 2008. Þau Agneta Fältskog, Björn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad komu fyrst fram á rauða dreglinum, en sátu síðan sitt í hvoru lagi á meðan sýningin stóð yfir. Eftir sýningu stigu þau svo öll saman upp á smærra svið í um hálfa mínútu þar sem sjaldgæft tækifæri gafst til að ná ljósmynd af þeim öllum saman. Meðlimir sveitarinnar sáust síðast öll saman við frumsýningu myndarinnar Mamma Mia árið 2008. Þannig sáust þau ekki saman við opnun ABBA-safnsins í Stokkhólmi árið 2013 eða við útgáfu sérstakrar bókar sem gefin var út í tilefni af fjörutíu ára afmælis sigurs sveitarinnar í Eurovision árið 2014.Mamma Mia: The Party er ný söngleikjasýning og hugarsmíð Björns þar sem sögusviðið er gríska öldurhúsið sem kemur fyrir í Mamma Mia! ABBA-sveitin var stofnuð árið 1972 en lagði upp laupana 1983 eftir að hafa selt um 180 milljónir platna. Frá þeim tíma hafa fleiri hundruð milljónir platna sveitarinnar selst. Fyrsta plata ABBA var Ring Ring sem kom út árið 1973, en sú síðasta The Visitors árið 1981. Sveitin sló í gegn í Eurovision-keppninni árið 1974 þar sem hún bar sigur úr býtum með lagið Waterloo. Söngleikurinn Mamma Mia! var frumsýndur árið 1999.Vísir/AFPVísir/AFPVísir/AFPVísir/AFPMamma Mia The Party! At Tyrol and all 4 members of ABBA gathered again! Amazing night!!!!Posted by ABBA on Wednesday, 20 January 2016 Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Agneta, Björn, Benny og Anni-Frid voru öll mætt á rauða dregilinn við frumsýningu kvöldverðarsýningarinnar „Mamma Mia: The Party“ í Gröna Lund í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þetta var í fyrsta sinn sem þau sáust öll fjögur saman frá árinu 2008. Þau Agneta Fältskog, Björn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad komu fyrst fram á rauða dreglinum, en sátu síðan sitt í hvoru lagi á meðan sýningin stóð yfir. Eftir sýningu stigu þau svo öll saman upp á smærra svið í um hálfa mínútu þar sem sjaldgæft tækifæri gafst til að ná ljósmynd af þeim öllum saman. Meðlimir sveitarinnar sáust síðast öll saman við frumsýningu myndarinnar Mamma Mia árið 2008. Þannig sáust þau ekki saman við opnun ABBA-safnsins í Stokkhólmi árið 2013 eða við útgáfu sérstakrar bókar sem gefin var út í tilefni af fjörutíu ára afmælis sigurs sveitarinnar í Eurovision árið 2014.Mamma Mia: The Party er ný söngleikjasýning og hugarsmíð Björns þar sem sögusviðið er gríska öldurhúsið sem kemur fyrir í Mamma Mia! ABBA-sveitin var stofnuð árið 1972 en lagði upp laupana 1983 eftir að hafa selt um 180 milljónir platna. Frá þeim tíma hafa fleiri hundruð milljónir platna sveitarinnar selst. Fyrsta plata ABBA var Ring Ring sem kom út árið 1973, en sú síðasta The Visitors árið 1981. Sveitin sló í gegn í Eurovision-keppninni árið 1974 þar sem hún bar sigur úr býtum með lagið Waterloo. Söngleikurinn Mamma Mia! var frumsýndur árið 1999.Vísir/AFPVísir/AFPVísir/AFPVísir/AFPMamma Mia The Party! At Tyrol and all 4 members of ABBA gathered again! Amazing night!!!!Posted by ABBA on Wednesday, 20 January 2016
Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira