Handbolti

Nýkrýndur Evrópumeistari orðaður við Löwen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lichtlein við komuna til Þýskalands eftir EM.
Lichtlein við komuna til Þýskalands eftir EM. vísir/getty
Carsten Lichtlein, nýkrýndur Evrópumeistari, er mögulega á leið til Rhein-Neckar Löwen, toppliðs þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Lichtlein á eitt ár eftir af samningi sínum við Gummersbach en hann íhugar nú að yfirgefa liðið og ganga til liðs við Löwen. Ljónin eru staðsett í Mannheim en fjölskylda markvarðarins býr í Würzburg sem er ekki langt frá.

Hinn 35 ára gamli Lichtlein hefur verið í herbúðum Gummersbach frá árinu 2013 en þar áður lék hann með Lemgo í átta ár.

Lichtlein var hluti af liði Þjóðverja sem varð óvænt Evrópumeistari um síðustu helgi en Dagur Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari Þýskalands.

Lichtlein byrjaði inn á í fyrsta leik mótsins gegn Spáni en náði sér ekki á strik. Andreas Wolff tók stöðu hans, varði eins og berserkur og var að lokum valinn markvörðurinn á EM.

Licthlein lék sinn fyrsta landsleik árið 2001 en hann hefur alls leikið 212 landsleiki á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×