Matargleði Evu: Dýrindis vatnsdeigsbollur - uppskrift Tinni Sveinsson skrifar 7. febrúar 2016 10:38 Nú er bolludagurinn handan við hornið og af því tilefni var sérstakt bolluþema í síðasta þætti Evu Laufeyjar, Matargleði, sem sýndur var á Stöð 2. Uppskriftirnar eru að finna hér fyrir neðan. Vatnsdeigsbollur 10 - 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: 1. Hitið ofninn í 200°C. (blástur) 2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 - 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. 3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. 4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. 5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. 6. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Nutella - og bananarjómi 4 dl rjómi 1 banani 3 msk. Nutella Aðferð: 1. Þeytið rjóma. 2. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli. 3. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif. Jarðberjafyllingin er skemmtileg viðbót. Jarðarberjafylling 1 askja jarðarber (10 - 12 stk) 4 dl rjómi 2 tsk. flórsykur Aðferð: 1. Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. 2. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin. 3. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif. Bolludagur Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Nú er bolludagurinn handan við hornið og af því tilefni var sérstakt bolluþema í síðasta þætti Evu Laufeyjar, Matargleði, sem sýndur var á Stöð 2. Uppskriftirnar eru að finna hér fyrir neðan. Vatnsdeigsbollur 10 - 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: 1. Hitið ofninn í 200°C. (blástur) 2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 - 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. 3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. 4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. 5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. 6. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Nutella - og bananarjómi 4 dl rjómi 1 banani 3 msk. Nutella Aðferð: 1. Þeytið rjóma. 2. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli. 3. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif. Jarðberjafyllingin er skemmtileg viðbót. Jarðarberjafylling 1 askja jarðarber (10 - 12 stk) 4 dl rjómi 2 tsk. flórsykur Aðferð: 1. Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. 2. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin. 3. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif.
Bolludagur Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira