Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi hefur stigið fram. Það var hann sem gerði Þórunni lífið leitt. vísir/andri Marinó Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gengst við því að vera sá sem Þórunn Antonía söngkona segir að hafi lagt sig í einelti á meðan fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent stóð yfir. Hann biður hana afsökunar í löngum pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist þegar hafa áður beðið hana afsökunar í tvígang. Bubbi, sem var meðdómari hennar í þáttunum vinsælu, segir að um hafi verið að ræða tvö tilvik sem einkenndust af asnaskap og fíflagangi. Í annað skipti hafi verið um að ræða „asnalega athugasemd“ sem átti að vera brandari um hvort Þórunn eða Auðunn Blöndal, sem var kynnir þáttanna, yrði betra foreldri. Bubbi sagðist telja Auðunn vera það en á þessum tíma var Þórunn ólétt.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virðiSjálfur segist Bubbi ekki hafa vitað af því þegar þessi brandari var sagður. Hann hafi á sama tíma sagt að „skemmtiiðnaðurinn væri ekki hrifin að hafa ófrískar konur á skjánum“ en ítrekar að þetta hafi verið sagt við aðstæður þar sem fólk var að „hlæja og fíflast.“ Bubbi segir Þorgerði Katrínu hafa þá upplýst sig um að Þórunn hafi verið ólétt og að sú síðarnefnda hafi tekið þessi ummæli hans nærri sér.Bubbi segist hafa barist gegn því að Þórunni Antoníu yrði skipt út fyrir Selmu Björnsdóttur.Síðara atvikið hafi lýst sér í því, eins og Þórunn greinir frá í viðtali sínu við Fréttablaðið í morgun, að Bubbi hafi kastað að henni súkkulaðimolum þegar þau voru að fíflast á leið í upptöku. Hann segist hafa skrifað henni bréf í kjölfarið eftir að hann hafði fengið veður af því að Þórunn hafi tekið atvikið nærri sér. Þá bætir hann við að hann hafi barist fyrir því að hún fengi að vera áfram með í þáttunum, en eins og kunnugt er var Þórunni skipt út fyrir söngkonuna Selmu Björnsdóttur sem tók sæti hennar í dómarakvartettnum. „Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að hún hafi upplifað samskipti okkar á þennan máta,“ segir Bubbi og vonast til að samstarfsfólk þeirra geti vitnað til um það. Hann segir málið allt undirstrika hvað fólk getur upplifað hluti með mismunandi hætti og að hann hefði aldrei sagt „þennan misheppnaða brandara“ hefði hann vitað að Þórunn væri þunguð. „Þá er ég búin að biðja Þórunni afsökunar á þessu í tvígang og hér með í þriðja sinn,“ segir Bubbi, fullur iðrunar. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gengst við því að vera sá sem Þórunn Antonía söngkona segir að hafi lagt sig í einelti á meðan fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent stóð yfir. Hann biður hana afsökunar í löngum pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist þegar hafa áður beðið hana afsökunar í tvígang. Bubbi, sem var meðdómari hennar í þáttunum vinsælu, segir að um hafi verið að ræða tvö tilvik sem einkenndust af asnaskap og fíflagangi. Í annað skipti hafi verið um að ræða „asnalega athugasemd“ sem átti að vera brandari um hvort Þórunn eða Auðunn Blöndal, sem var kynnir þáttanna, yrði betra foreldri. Bubbi sagðist telja Auðunn vera það en á þessum tíma var Þórunn ólétt.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virðiSjálfur segist Bubbi ekki hafa vitað af því þegar þessi brandari var sagður. Hann hafi á sama tíma sagt að „skemmtiiðnaðurinn væri ekki hrifin að hafa ófrískar konur á skjánum“ en ítrekar að þetta hafi verið sagt við aðstæður þar sem fólk var að „hlæja og fíflast.“ Bubbi segir Þorgerði Katrínu hafa þá upplýst sig um að Þórunn hafi verið ólétt og að sú síðarnefnda hafi tekið þessi ummæli hans nærri sér.Bubbi segist hafa barist gegn því að Þórunni Antoníu yrði skipt út fyrir Selmu Björnsdóttur.Síðara atvikið hafi lýst sér í því, eins og Þórunn greinir frá í viðtali sínu við Fréttablaðið í morgun, að Bubbi hafi kastað að henni súkkulaðimolum þegar þau voru að fíflast á leið í upptöku. Hann segist hafa skrifað henni bréf í kjölfarið eftir að hann hafði fengið veður af því að Þórunn hafi tekið atvikið nærri sér. Þá bætir hann við að hann hafi barist fyrir því að hún fengi að vera áfram með í þáttunum, en eins og kunnugt er var Þórunni skipt út fyrir söngkonuna Selmu Björnsdóttur sem tók sæti hennar í dómarakvartettnum. „Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að hún hafi upplifað samskipti okkar á þennan máta,“ segir Bubbi og vonast til að samstarfsfólk þeirra geti vitnað til um það. Hann segir málið allt undirstrika hvað fólk getur upplifað hluti með mismunandi hætti og að hann hefði aldrei sagt „þennan misheppnaða brandara“ hefði hann vitað að Þórunn væri þunguð. „Þá er ég búin að biðja Þórunni afsökunar á þessu í tvígang og hér með í þriðja sinn,“ segir Bubbi, fullur iðrunar.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira
Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00