Volkswagen gagnrýnt fyrir mismunun bíleigenda í Bandaríkjunum og Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 09:16 Höfuðstöðvar Volkswagen. Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent
Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent