Litlu hlutirnir María Elísabet Bragadóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Lykillinn að lífshamingjunni er að vera ekki of vandfýsinn. Einblína á litlu hlutina. Með slíku hugarfari getum við valhoppað í gegnum lífið. Febrúar er nöturlegur mánuður og kjörinn fyrir drastíska breytingu á sjónarhorni. Með febrúarsólina í hnakkanum skauta ég á milli svellbunka. Götur miðbæjarins eru glerhálar. Himinninn er flennistór, heiðskír og barnaherbergisblár. Ég gref krókloppnar hendur dýpra ofan í úlpuvasana og hugsa með mér að fimbulfrost sé ægifegurðarinnar virði. Greikka sporið og virði hugfangin fyrir mér snævi þakta Esjuna, rammaða inn á milli tveggja bárujárnshúsa. Mér skrikar fótur og ég dett á hálkubletti sem reynist vera frosin æla. Dásamlega sólgult lítið skautasvell! Vafalaust heiðarlegur minnisvarði um lystisemdir gærkvöldsins. Ég hinkra augnablik, sit flötum beinum á klakanum. Loka augunum og ímynda mér eiganda ælunnar kvöldið áður. Kannski stelpa á mínum aldri, heltekin af glaum veislunnar. Á harðaspretti inn um gleðinnar dyr og loks afdráttarlaus hurðarskellur í himnaríki. Á tímum Lúðvíks XIV var til siðs að stinga fjöðurstaf ofan í kokið í lok máltíðar til að geta borðað meira. Sú gæti vel hafa verið raunin í hennar tilviki. Hún hefur þá selt upp ofboðslega ljúffengum hátíðarkvöldverði. Ég gjóa augunum á logagylltan pollinn. Sé hana fyrir mér á hækjum sér með höfuðið ofan í götu og æluna eins og geislabaug í kring. Svo hefur hún reist sig við á einu augabragði og horfið aftur í gleðskapinn og fengið sér annan og veglegri skammt af góðgætinu. Skemmtanalíf á heimsmælikvarða. Ekki þurfti nú stóran ælupoll til að skapa ánægjuleg hughrif hjá mér. Eins og ég segi. Það eru litlu hlutirnir í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun
Lykillinn að lífshamingjunni er að vera ekki of vandfýsinn. Einblína á litlu hlutina. Með slíku hugarfari getum við valhoppað í gegnum lífið. Febrúar er nöturlegur mánuður og kjörinn fyrir drastíska breytingu á sjónarhorni. Með febrúarsólina í hnakkanum skauta ég á milli svellbunka. Götur miðbæjarins eru glerhálar. Himinninn er flennistór, heiðskír og barnaherbergisblár. Ég gref krókloppnar hendur dýpra ofan í úlpuvasana og hugsa með mér að fimbulfrost sé ægifegurðarinnar virði. Greikka sporið og virði hugfangin fyrir mér snævi þakta Esjuna, rammaða inn á milli tveggja bárujárnshúsa. Mér skrikar fótur og ég dett á hálkubletti sem reynist vera frosin æla. Dásamlega sólgult lítið skautasvell! Vafalaust heiðarlegur minnisvarði um lystisemdir gærkvöldsins. Ég hinkra augnablik, sit flötum beinum á klakanum. Loka augunum og ímynda mér eiganda ælunnar kvöldið áður. Kannski stelpa á mínum aldri, heltekin af glaum veislunnar. Á harðaspretti inn um gleðinnar dyr og loks afdráttarlaus hurðarskellur í himnaríki. Á tímum Lúðvíks XIV var til siðs að stinga fjöðurstaf ofan í kokið í lok máltíðar til að geta borðað meira. Sú gæti vel hafa verið raunin í hennar tilviki. Hún hefur þá selt upp ofboðslega ljúffengum hátíðarkvöldverði. Ég gjóa augunum á logagylltan pollinn. Sé hana fyrir mér á hækjum sér með höfuðið ofan í götu og æluna eins og geislabaug í kring. Svo hefur hún reist sig við á einu augabragði og horfið aftur í gleðskapinn og fengið sér annan og veglegri skammt af góðgætinu. Skemmtanalíf á heimsmælikvarða. Ekki þurfti nú stóran ælupoll til að skapa ánægjuleg hughrif hjá mér. Eins og ég segi. Það eru litlu hlutirnir í lífinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun