Páll Óskar syngur um Gleðibanka-syndrome íslensku þjóðarinnar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 12:00 Páll Óskar var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem afhent voru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Vísir/Daníel Þór Ágústsson. „Það er búið að vera miklir hasar í gangi síðustu vikur, en lagið fjallar um þátttöku Íslendinga í Eurovision. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar hringdi í mig fyrir rúmum tveimur vikum síðan og vantaði afmælislag í tilefni af 30 ára þátttöku Íslands í keppninni. Það má segja að ég hafi fengið hugmyndina meðan ég talaði við Ragnhildi í símanum,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, einn alvinsælasti söngvari þjóðarinnar, sem var að senda frá sér lagið „Við vinnum þetta fyrirfram“. „Ég átti til lag sem ég var búin að geyma ofan í skúffu í rúm tvö ár, lag sem ég vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við. En þegar Ragnhildur kom með þá skýringu að þetta væri ekki eurovisionlag heldur um Eurovision þá kom hugmyndin,“ útskýrir hann alsæll. Páll Óskar kemur til með að frumflytja lagið á sviðinu í Háskólabíói næstkomandi laugardag, en þá fer fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fram. „Lagið fjallar um okkur Íslendinga í Eurovision og viðbrögð þjóðarsálarinnar við keppninni. Gleðibanka syndrome-ið svokallaða sem við höfum haft í gegnum tíðina, þar sem við erum alltaf svo bjartsýn og förum fljótt að hugsa um hvar við getum haldið keppnina. En auðvitað er betra að við séum að sýna þessi viðbrögð heldur en að senda keppanda út með hálfvolgum viðbrögðum þjóðarinnar. Við vinnum þetta fyrirfram er frábært lag fyrir okkur hérna heima og okkar eigin þjóðarsál,“ segir Páll Óskar, aðspurður um inntak lagsins. Í ljósi þess hve tímaramminn var þröngur fékk Páll Óskar þá Braga Valdimar Skúlason og Sigurð Sigtryggsson til að aðstoða sig við að klára lagið. „Já ég hafði samband við Braga Valdimar og hann dró textann að landi og betrumbætti af sinni rómuðu snilld. Demóið af laginu gerði Little Boots fyrir tveimur árum. Svo sáum við Siggi Sigtryggsson um að endurútsetja lagið og hljóðrita upp á nýtt. Ég er hæst ánægður með þetta lag. Það hefur gengið vel að vinna það síðustu vikur og ég er meira að segja búinn að taka upp myndband við lagið,“ segir Páll Óskar ánægður með útkomuna. Margt hefur drifið á daga popparans sívinsæla undanfarnar vikur, en auk þess að semja nýtt lag, þá var hann valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem fram fóru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Verðlaunin eru uppskeruhátíð íslenskra tónlistarmanna, þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM 957 og X977 velja hverjir þóttu standa sig best á liðnu ári. „Það var mjög óvænt, mig grunaði ekki að ég yrði valinn úr þessum flotta hópi söngvara sem voru tilnefndir svo ég er alveg innilega þakklátur. Þetta var frábært kvöld og vel að þessu staðið. Þessi hlutsenda netkosning er nauðsynlegt mótvægi við íslensku tónlistarverðlaunin sem óneytanlega hefur aðrar áherslur. Þetta sýnir að það er pláss fyrir alla í bransanum þar sem allir fá sinn stökkball til að njóta sín, skapa sína list og koma henni á framfæri,“ segir Páll Óskar að lokum. Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira
„Það er búið að vera miklir hasar í gangi síðustu vikur, en lagið fjallar um þátttöku Íslendinga í Eurovision. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar hringdi í mig fyrir rúmum tveimur vikum síðan og vantaði afmælislag í tilefni af 30 ára þátttöku Íslands í keppninni. Það má segja að ég hafi fengið hugmyndina meðan ég talaði við Ragnhildi í símanum,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, einn alvinsælasti söngvari þjóðarinnar, sem var að senda frá sér lagið „Við vinnum þetta fyrirfram“. „Ég átti til lag sem ég var búin að geyma ofan í skúffu í rúm tvö ár, lag sem ég vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við. En þegar Ragnhildur kom með þá skýringu að þetta væri ekki eurovisionlag heldur um Eurovision þá kom hugmyndin,“ útskýrir hann alsæll. Páll Óskar kemur til með að frumflytja lagið á sviðinu í Háskólabíói næstkomandi laugardag, en þá fer fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fram. „Lagið fjallar um okkur Íslendinga í Eurovision og viðbrögð þjóðarsálarinnar við keppninni. Gleðibanka syndrome-ið svokallaða sem við höfum haft í gegnum tíðina, þar sem við erum alltaf svo bjartsýn og förum fljótt að hugsa um hvar við getum haldið keppnina. En auðvitað er betra að við séum að sýna þessi viðbrögð heldur en að senda keppanda út með hálfvolgum viðbrögðum þjóðarinnar. Við vinnum þetta fyrirfram er frábært lag fyrir okkur hérna heima og okkar eigin þjóðarsál,“ segir Páll Óskar, aðspurður um inntak lagsins. Í ljósi þess hve tímaramminn var þröngur fékk Páll Óskar þá Braga Valdimar Skúlason og Sigurð Sigtryggsson til að aðstoða sig við að klára lagið. „Já ég hafði samband við Braga Valdimar og hann dró textann að landi og betrumbætti af sinni rómuðu snilld. Demóið af laginu gerði Little Boots fyrir tveimur árum. Svo sáum við Siggi Sigtryggsson um að endurútsetja lagið og hljóðrita upp á nýtt. Ég er hæst ánægður með þetta lag. Það hefur gengið vel að vinna það síðustu vikur og ég er meira að segja búinn að taka upp myndband við lagið,“ segir Páll Óskar ánægður með útkomuna. Margt hefur drifið á daga popparans sívinsæla undanfarnar vikur, en auk þess að semja nýtt lag, þá var hann valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem fram fóru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Verðlaunin eru uppskeruhátíð íslenskra tónlistarmanna, þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM 957 og X977 velja hverjir þóttu standa sig best á liðnu ári. „Það var mjög óvænt, mig grunaði ekki að ég yrði valinn úr þessum flotta hópi söngvara sem voru tilnefndir svo ég er alveg innilega þakklátur. Þetta var frábært kvöld og vel að þessu staðið. Þessi hlutsenda netkosning er nauðsynlegt mótvægi við íslensku tónlistarverðlaunin sem óneytanlega hefur aðrar áherslur. Þetta sýnir að það er pláss fyrir alla í bransanum þar sem allir fá sinn stökkball til að njóta sín, skapa sína list og koma henni á framfæri,“ segir Páll Óskar að lokum.
Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira
Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30