Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 09:40 Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. Vísir/Stefán „Ég er búinn að vera í þessu í átján ár og þetta hefur aldrei skeð nokkurn tímann,“ segir hótelstjórinn á Fróni, Gísli Úlfarsson, um ferðamanninn sem villtist alla leið á Siglufjörð í gær í leit að hótelinu. Hótel Frón stendur við Laugaveg í Reykjavík en ferðamaðurinn fór á Laugarveg á Siglufirði. Hótelið er skráð á Laugarvegi, með r-i, á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims. Ferðamaðurinn fylgdi leiðbeiningum á GPS-tækinu sem hann var með og sló hann inn heimilisfangi hótelsins minnst þrisvar, en alltaf var honum vísað á Laugarveg á Siglufirði. Óljóst er hvort misskilningurinn felist í því að á allnokkrum bókunarsíðum er hótelið skráð á Laugarvegi, með r-i. Gísli segir að eftir að bent hafi verði á þessa stafsetningarvillu á bókunarsíðum í gærkvöldi hafi þau á hótelinu strax hafist handa við að leiðrétta skráninguna. Þrátt fyrir villuna hefur þetta aldrei komið fyrir áður, að sögn hótelstjórans. „Nei aldrei nokkurn tímann. Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara,“ segir Gísli. „Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.“ Ferðamaðurinn bað um að fá að færa gistinguna þegar hann var kominn alla leið á Siglufjörð en eins og Vísir sagði frá í gær fékk hann gistingu á hóteli fyrir norðan. „Hann bað um hvort hann mætti ekki bara koma á miðvikudaginn og gista í staðinn og við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir Gísli. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Ég er búinn að vera í þessu í átján ár og þetta hefur aldrei skeð nokkurn tímann,“ segir hótelstjórinn á Fróni, Gísli Úlfarsson, um ferðamanninn sem villtist alla leið á Siglufjörð í gær í leit að hótelinu. Hótel Frón stendur við Laugaveg í Reykjavík en ferðamaðurinn fór á Laugarveg á Siglufirði. Hótelið er skráð á Laugarvegi, með r-i, á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims. Ferðamaðurinn fylgdi leiðbeiningum á GPS-tækinu sem hann var með og sló hann inn heimilisfangi hótelsins minnst þrisvar, en alltaf var honum vísað á Laugarveg á Siglufirði. Óljóst er hvort misskilningurinn felist í því að á allnokkrum bókunarsíðum er hótelið skráð á Laugarvegi, með r-i. Gísli segir að eftir að bent hafi verði á þessa stafsetningarvillu á bókunarsíðum í gærkvöldi hafi þau á hótelinu strax hafist handa við að leiðrétta skráninguna. Þrátt fyrir villuna hefur þetta aldrei komið fyrir áður, að sögn hótelstjórans. „Nei aldrei nokkurn tímann. Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara,“ segir Gísli. „Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.“ Ferðamaðurinn bað um að fá að færa gistinguna þegar hann var kominn alla leið á Siglufjörð en eins og Vísir sagði frá í gær fékk hann gistingu á hóteli fyrir norðan. „Hann bað um hvort hann mætti ekki bara koma á miðvikudaginn og gista í staðinn og við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir Gísli.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43