Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 19. febrúar 2016 16:32 Veiðifélag Miðfjarðarár hefur framlengt leigusamning við núverandi leigutaka Rafn Val Alfreðsson um fjögur ár þannig að samningurinn gildir til og með sumrinu 2020. Það verður ekki annað sagt en að samstarfið milli veiðifélagsins og Rafns hafi verið blómlegt enda hefur veiðin í ánni slegið hvert metið á fætur öðru. Lokatalan síðastliðið sumar var 6028 laxar sem er hæsta veiði sem hefur sést í sjálfbærri laxveiðiá á Íslandi. Áin er eðlilega þétt setin og eiginlega vonlaust að komast að en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er hú uppseld fyrir komandi sumar og langt með að verða það líka fyrir sumarið 2017 í forbókunum. Af öðrum leigumálum tengdum laxveiði þá heldur samstarf Veiðifélags Norðurár og Einars Sigfússonar áfram og hefur það fyrirkomulag sem tekið var upp gefið báðum aðilum ágæta raun. Af öðrum fréttum má síðan nefna að Leirvogsá er á leiðinni í útboð frá og með næsta sumri en áin er í dag og hefur verið lengi innan banda SVFR. Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði
Veiðifélag Miðfjarðarár hefur framlengt leigusamning við núverandi leigutaka Rafn Val Alfreðsson um fjögur ár þannig að samningurinn gildir til og með sumrinu 2020. Það verður ekki annað sagt en að samstarfið milli veiðifélagsins og Rafns hafi verið blómlegt enda hefur veiðin í ánni slegið hvert metið á fætur öðru. Lokatalan síðastliðið sumar var 6028 laxar sem er hæsta veiði sem hefur sést í sjálfbærri laxveiðiá á Íslandi. Áin er eðlilega þétt setin og eiginlega vonlaust að komast að en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er hú uppseld fyrir komandi sumar og langt með að verða það líka fyrir sumarið 2017 í forbókunum. Af öðrum leigumálum tengdum laxveiði þá heldur samstarf Veiðifélags Norðurár og Einars Sigfússonar áfram og hefur það fyrirkomulag sem tekið var upp gefið báðum aðilum ágæta raun. Af öðrum fréttum má síðan nefna að Leirvogsá er á leiðinni í útboð frá og með næsta sumri en áin er í dag og hefur verið lengi innan banda SVFR.
Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði