Handbolti

Ísak fer í aðgerð | Úr leik í vetur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísak Rafnsson í leik með FH.
Ísak Rafnsson í leik með FH. Vísir/Stefán
Skyttan Ísak Rafnsson verður ekki meira með FH í vetur þar sem hann þarf að fara í aðgerð á mjöðm. Fimmeinn.is og mbl.is greina frá þessu.

„Það eina sem ég hugsa út í er næsta tímabil, að ná mér góðum af þessum og koma til baka sterkari en ég var,“ sagði Ísak sem segir að það hafi verið skellur að fá þessar fregnir.

Ísak meiddist í október en reyndi að spila áfram þrátt fyrir meiðslin, áður en hann varð að stíga til hliðar. Hann hefur alls komið við sögu í tíu leikjum með FH á núverandi tímabili.

Ísak fór til reynslu hjá C-deildarliðinu HSC Coburg í Þýskalandi síðastliðið vor eftir góða frammistöðu í úrslitakeppninni með FH.

FH er í áttunda sæti Olísdeildar karla með sextán stig en það er síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. ÍR er í næsta sæti á eftir með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×