Körfubolti

Talaði um fyrirgefninguna í útför eiginkonu sinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Williams í útförinni í gær.
Williams í útförinni í gær.
Aðstoðarþjálfari Oklahoma Thunder, Monty Williams, hélt hjartnæma ræðu við útför eiginkonu sinnar í gær.

Eiginkona hans, Ingrid, féll frá á dögunum eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Hún var aðeins 44 ára gömul og skilur eftir sig eiginmann og fimm börn.

Þrjú barna Williams voru í bílnum með móður sinni en lifðu bílslysið af.

Bílslysið varð þannig að hin 52 ára gamla Susannah Donaldson missti stjórn á bíl sínum. Lenti á öfugum vegarhelmingi og keyrði beint framan á bíl Williams. Hún var þess utan að keyra allt of hratt.

Donaldson og hundurinn hennar, sem sat í fangi hennar, létust bæði á staðnum. Ingrid Williams var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús en lést af sárum sínum daginn eftir.

„Það eru allir að biðja fyrir mér og minni fjölskyldu en við megum ekki gleyma því að tveir aðilar í viðbót lentu í þessu slysi. Sú fjölskylda þarf einnig á bænum að halda og við berum engan kala til þeirra,“ sagði Monty Williams fyrir framan 900 manns sem mættu til útfararinnar. Þar af voru margir úr NBA-deildinni. Leikmenn og þjálfarar.

„Í mínu húsi er skilti sem á stendur að við þjónum drottni. Það er ekki hægt að þjóna honum án þess að hafa hjarta sem getur ekki fyrirgefið. Þessi fjölskylda vaknaði ekki um morguninn og ákvað að meiða eiginkonu mína. Lífið er erfitt. Mjög erfitt og þetta tekur á. Við berum samt engan kala til Donaldson-fjölskyldunnar.“

Upptökur af hluta ræðunnar má sjá hér að neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×