ESA til hjálpar neytendum hér Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Fagnaðarefni er fyrir íslenska neytendur, sem fram kom á fundi Samkeppniseftirlitsins í gærmorgun, að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, komi eftirleiðis í auknum mæli til með að láta til sín taka í íslenskum samkeppnismálum. Hér hefur leiðin í átt til eðlilegra viðskiptahátta verið löng og viðvarandi sú tilfinning að stöðugt sé verið að snuða neytendur. Verð ýmissa vörutegunda virðist í fjölda tilvika hátt í samanburði við það sem gerist í öðrum löndum, án þess að augljósar séu einhverjar ástæður sem skýrt geti muninn. Þá hafa brotamál sem hér hafa komið upp tekið ógnartíma og álitamál hvort sektir hafi verið þannig að fæli fyrirtæki frá frekari brotum. Í blaðinu í dag er haft eftir Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, að Síminn hafi til að mynda verið sektaður sex sinnum fyrir brot og að sex fyrirtæki hafi verið sektuð oftar en einu sinni. Núna á að auka samræmingu í reglum samkeppniseftirlitsstofnana Evrópulanda sem þýðir að sektir fyrir samkeppnislagabrot komi til með að hækka hér, en þær hafa til dæmis verið lágar í samanburði við þau viðmið sem ESA hefur notast við. Eins er haft eftir Gjermund Mathiesen, yfirmanni samkeppnismála hjá ESA, að búast mætti við að meira bæri á ESA við rannsókn samkeppnismála hér. Búast mætti við að ESA færi af stað með eigin rannsóknir og húsleitir, með fulltingi stofnana á borð við Samkeppniseftirlit og lögreglu hér innanlands. Stofnunin gæti þá lagt á sínar eigin sektir. Í umfjöllun Félags atvinnurekenda um fundinn kemur jafnframt fram að tæki ESA ákvörðun í samkeppnismálum sem varði íslensk fyrirtæki þá sé áfrýjunarferlið styttra en hjá Samkeppniseftirlitinu hér. „Í stað þess að mál færu í gegn um áfrýjunarnefnd samkeppnismála, héraðsdóm og Hæstarétt, færu þau eingöngu til EFTA-dómstólsins, sem væri fyrsta og síðasta stjórnvaldið sem hægt væri að áfrýja til,“ segir þar. Í blaðinu kemur líka fram að ESA hafi til skoðunar hvort undanþágur sem mjólkuriðnaðurinn hefur notið standist evrópska samkeppnislöggjöf. Verði niðurstaðan sú þá geta bæði Samkeppniseftirlitið og ESA beitt sér fyrir úrbótum á þeim markaði, svo sem með álagningu sekta, þrátt fyrir ákvæði búvörulaga. Hvort sú staðreynd að íslensk stjórnvöld hafi ekki skilað svörum til ESA um málið innan tilskilins tímafrests, sem rann út í byrjun þessarar viku, sýni að hér á landi viti menn upp á sig skömmina skal aftur ósagt látið. Í vegferð í átt til heilbrigðara viðskiptaumhverfis veitir neytendum og Samkeppniseftirlitinu íslenska ekki af bandamönnum. Vonandi verður aukin athygli frá ESA til þess að þegar verði hugað að úrbótum þar sem þeirra er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Fagnaðarefni er fyrir íslenska neytendur, sem fram kom á fundi Samkeppniseftirlitsins í gærmorgun, að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, komi eftirleiðis í auknum mæli til með að láta til sín taka í íslenskum samkeppnismálum. Hér hefur leiðin í átt til eðlilegra viðskiptahátta verið löng og viðvarandi sú tilfinning að stöðugt sé verið að snuða neytendur. Verð ýmissa vörutegunda virðist í fjölda tilvika hátt í samanburði við það sem gerist í öðrum löndum, án þess að augljósar séu einhverjar ástæður sem skýrt geti muninn. Þá hafa brotamál sem hér hafa komið upp tekið ógnartíma og álitamál hvort sektir hafi verið þannig að fæli fyrirtæki frá frekari brotum. Í blaðinu í dag er haft eftir Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, að Síminn hafi til að mynda verið sektaður sex sinnum fyrir brot og að sex fyrirtæki hafi verið sektuð oftar en einu sinni. Núna á að auka samræmingu í reglum samkeppniseftirlitsstofnana Evrópulanda sem þýðir að sektir fyrir samkeppnislagabrot komi til með að hækka hér, en þær hafa til dæmis verið lágar í samanburði við þau viðmið sem ESA hefur notast við. Eins er haft eftir Gjermund Mathiesen, yfirmanni samkeppnismála hjá ESA, að búast mætti við að meira bæri á ESA við rannsókn samkeppnismála hér. Búast mætti við að ESA færi af stað með eigin rannsóknir og húsleitir, með fulltingi stofnana á borð við Samkeppniseftirlit og lögreglu hér innanlands. Stofnunin gæti þá lagt á sínar eigin sektir. Í umfjöllun Félags atvinnurekenda um fundinn kemur jafnframt fram að tæki ESA ákvörðun í samkeppnismálum sem varði íslensk fyrirtæki þá sé áfrýjunarferlið styttra en hjá Samkeppniseftirlitinu hér. „Í stað þess að mál færu í gegn um áfrýjunarnefnd samkeppnismála, héraðsdóm og Hæstarétt, færu þau eingöngu til EFTA-dómstólsins, sem væri fyrsta og síðasta stjórnvaldið sem hægt væri að áfrýja til,“ segir þar. Í blaðinu kemur líka fram að ESA hafi til skoðunar hvort undanþágur sem mjólkuriðnaðurinn hefur notið standist evrópska samkeppnislöggjöf. Verði niðurstaðan sú þá geta bæði Samkeppniseftirlitið og ESA beitt sér fyrir úrbótum á þeim markaði, svo sem með álagningu sekta, þrátt fyrir ákvæði búvörulaga. Hvort sú staðreynd að íslensk stjórnvöld hafi ekki skilað svörum til ESA um málið innan tilskilins tímafrests, sem rann út í byrjun þessarar viku, sýni að hér á landi viti menn upp á sig skömmina skal aftur ósagt látið. Í vegferð í átt til heilbrigðara viðskiptaumhverfis veitir neytendum og Samkeppniseftirlitinu íslenska ekki af bandamönnum. Vonandi verður aukin athygli frá ESA til þess að þegar verði hugað að úrbótum þar sem þeirra er þörf.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun