Innlent

Flaggað í hálfa stöng að Laugarvatni

Magnús Hlynur Hreiðarsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Vísir/Magnús Hlynur
Starfsmenn Íþróttakennaraháskólans að Laugarvatni hafa flaggað í hálfa stöng við skólann. Var það gert eftir að háskólaráð Háskóla Íslands komst einróma að þeirri niðurstöðu að flytja nám skólans frá Laugarvatni til Reykjavíkur.

Sjá einnig: Nám í íþrótta- og heilsufræði verður flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur

Í bréfi frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, til starfsmanna skólans segir að aðstaða skólans verði áfram nýtt eftir því sem talið verði ákjósanlegast í þágu háskólans. Næsta haust verði námið á fyrsta ári í Reykjavík, en nám á öðru og þriðja ári áfram að Laugarvatni.

„Háskóli Íslands stefnir að því að vera með starfsemi að Laugarvatni sem mótuð yrði í samstarfi og samkomulagi við stjórnvöld, sveitarstjórn Bláskógabyggðar, Háskólafélag Suðurlands og eftir atvikum fleiri aðila er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu,“ segir í bréfinu.

Þá segir að nánari útfærsla verði kynnt síðar og að samráð verði haft við nemendur og starfsfólk sem í hlut eigi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×