Lífið

18 skipa dóm­nefnd Söngva­keppninnar úr öllum kjör­dæmum landsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í Háskólabíó.
Frá seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í Háskólabíó. Vísir/Pressphotos.biz
Dómnefnd Söngvakeppni Sjónvarpsins verður skipuð 18 fagmönnum úr öllum sex kjördæmum landsins í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu en undanfarin ár hafa aðeins fimm setið í dómnefnd en nú er þessi háttur hafður á.  Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí.

Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll á laugardaginn. Þá keppa sex lög um að verða framlag Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Stokkhólmi í maí.

Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og í fyrra.  Atkvæði dómnefndar, sem skipuð er fagfólki  úr tónlistarbransanum, og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali.  Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og þegar þau hafa verið flutt aftur, verður kosið á ný. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna.

Íslensku dómnefndina skipa:

Norðvesturkjördæmi:

Samúel Einarsson, tónlistarmaður.

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, söngkennari og kórstjóri.

Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari.

Norðausturkjördæmi:

Baldvin Eyjólfsson, tónlistarkennari.


Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og söngkona.

Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld og formaður Tónskáldafélags Íslands.

Suðurkjördæmi:


Stefán Þorleifsson, tónlistarmaður.

Jóhann Morávek, skólastjóri Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu.

Sigrún Gróa Magnúsdóttir píanókennari.

Suðvesturkjördæmi


Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður.

Erla Ragnarsdóttir, söngkona.

Eiður Arnarsson, tónlistarmaður.

Reykjavík norður


Björn G. Björnsson, leikmyndateiknari og tónlistarmaður.

Margrét Eir Hönnudóttir, söngkona.

Védís Hervör Árnadóttir, söngkona.

Reykjavík suður

Kamilla Ingibergsdóttir, aðstoðarmanneskja Of Monsters and Men.

Kristján Sturla Bjarnason, tónlistarmaður.

Gissur Páll Gissurarson, söngvari.


Tengdar fréttir

Fimm af lögunum flutt á ensku

Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×