„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 11:51 Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér. Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér.
Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02