Fjöldahreyfing Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, stendur nú í tæplega 78 þúsundum. Það er um fjórðungur allra landsmanna en aðeins þeir sem eru yfir 18 ára geta skrifað undir. Um er að ræða næstfjölmennustu undirskriftasöfnun Íslandssögunnar. Undirskriftasöfnunin snýst eins og kunnugt er um að krefjast þess að Alþingi verji árlega ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í rökstuðningi Kára fyrir því að hefja söfnunina segir hann að heilbrigðiskerfi sé einn af hornsteinum nútímasamfélags og sýni vilja þess til þess að hlúa að þeim sem eru sjúkir og meiddir. „Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi,“ segir Kári. Ýmsir hafa gagnrýnt nálgun Kára. Segja hana tölfræðilega ónákvæma en Kári segir Íslendinga eyða 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Kári hefur sjálfur sagt 11 prósenta töluna setta fram sem markmið en ekki rök. Hvort heldur sem er má gera ráð fyrir að fæstir af þeim mikla fjölda sem ákveðið hefur að skrifa undir hjá Kára hafi velt því sérstaklega fyrir sér hvort hlutfallið sem ákveðið væri að rynni til heilbrigðiskerfisins sé nákvæmlega ellefu prósent. Eiginlega má gefa sér með nokkurri vissu að afar fáir hafi rýnt í tölurnar og myndað sér skoðun út frá því að miðað við nágrannalöndin verjum við meiru eða minna til heilbrigðismála. Hins vegar má ætla að langflestir þeirra sem skrifað hafa undir hafi gert það út frá eigin reynslusögum eða fréttum af mygluðum herbergjum, álagi starfsmanna, kostnaði sjúkra við eigin meðferð, lokuðum geðdeildum, getuleysi heilsugæslna og svo fram eftir götunum. Heilbrigðisráðherra hefur sagst fagna framtaki Kára. Hann segir leitun að heilbrigðisráðherra í heiminum sem myndi ekki fagna því að þrýst væri á frekari fjárveitingar til síns málaflokks. Þeir Kári séu sammála um nauðsyn þess að efla heilbrigðiskerfið og innviðauppbyggingu þess og áfram verði unnið að því. Þeir sem útdeila hér ríkisfjármunum munu eiga bágt með að líta fram hjá undirskriftarsöfnuninni. Auðvitað er auðvelt að ljá þessum göfuga tilgangi nafn sitt, sem líklegast flestir eru sammála, en erfiðara að benda á hvar eigi að skera niður til að fjármagna útgjöldin. En það verður ekki litið fram hjá vilja tæplega 80 þúsund manns, hóps sem er meira en þriðjungur allra þeirra sem hafa kosningarétt, þess efnis að betur verði gert þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Mun betur. Forsætisráðherra hefur tekið fremur fálega í söfnun Kára hingað til. Hann, líkt og ýmsir aðrir, hengir sig í tæknilega útfærslu á því að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu. En ef hann hlustaði örlítið betur þá myndi hann átta sig á því að um það snýst málið hreint ekki. Ef hann hlustar ekki er hætt við að Heilbrigðisflokkurinn geti skotið honum skelk í bringu í næstu kosningum. Og miðað við stöðuna gæti sá flokkur orðið reglulega stór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun
Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, stendur nú í tæplega 78 þúsundum. Það er um fjórðungur allra landsmanna en aðeins þeir sem eru yfir 18 ára geta skrifað undir. Um er að ræða næstfjölmennustu undirskriftasöfnun Íslandssögunnar. Undirskriftasöfnunin snýst eins og kunnugt er um að krefjast þess að Alþingi verji árlega ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í rökstuðningi Kára fyrir því að hefja söfnunina segir hann að heilbrigðiskerfi sé einn af hornsteinum nútímasamfélags og sýni vilja þess til þess að hlúa að þeim sem eru sjúkir og meiddir. „Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi,“ segir Kári. Ýmsir hafa gagnrýnt nálgun Kára. Segja hana tölfræðilega ónákvæma en Kári segir Íslendinga eyða 8,7 prósentum af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál sem sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Kári hefur sjálfur sagt 11 prósenta töluna setta fram sem markmið en ekki rök. Hvort heldur sem er má gera ráð fyrir að fæstir af þeim mikla fjölda sem ákveðið hefur að skrifa undir hjá Kára hafi velt því sérstaklega fyrir sér hvort hlutfallið sem ákveðið væri að rynni til heilbrigðiskerfisins sé nákvæmlega ellefu prósent. Eiginlega má gefa sér með nokkurri vissu að afar fáir hafi rýnt í tölurnar og myndað sér skoðun út frá því að miðað við nágrannalöndin verjum við meiru eða minna til heilbrigðismála. Hins vegar má ætla að langflestir þeirra sem skrifað hafa undir hafi gert það út frá eigin reynslusögum eða fréttum af mygluðum herbergjum, álagi starfsmanna, kostnaði sjúkra við eigin meðferð, lokuðum geðdeildum, getuleysi heilsugæslna og svo fram eftir götunum. Heilbrigðisráðherra hefur sagst fagna framtaki Kára. Hann segir leitun að heilbrigðisráðherra í heiminum sem myndi ekki fagna því að þrýst væri á frekari fjárveitingar til síns málaflokks. Þeir Kári séu sammála um nauðsyn þess að efla heilbrigðiskerfið og innviðauppbyggingu þess og áfram verði unnið að því. Þeir sem útdeila hér ríkisfjármunum munu eiga bágt með að líta fram hjá undirskriftarsöfnuninni. Auðvitað er auðvelt að ljá þessum göfuga tilgangi nafn sitt, sem líklegast flestir eru sammála, en erfiðara að benda á hvar eigi að skera niður til að fjármagna útgjöldin. En það verður ekki litið fram hjá vilja tæplega 80 þúsund manns, hóps sem er meira en þriðjungur allra þeirra sem hafa kosningarétt, þess efnis að betur verði gert þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Mun betur. Forsætisráðherra hefur tekið fremur fálega í söfnun Kára hingað til. Hann, líkt og ýmsir aðrir, hengir sig í tæknilega útfærslu á því að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu. En ef hann hlustaði örlítið betur þá myndi hann átta sig á því að um það snýst málið hreint ekki. Ef hann hlustar ekki er hætt við að Heilbrigðisflokkurinn geti skotið honum skelk í bringu í næstu kosningum. Og miðað við stöðuna gæti sá flokkur orðið reglulega stór.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun