Handbolti

Mikilvægur sigur hjá Kiel á heimavelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel komust aftur á sigurbraut í Meistaradeildinni í kvöld þegar þeir lögðu Wisla Plock frá Póllandi, 26-24, í Sparibauknum í Kiel.

Kiel komst með því aftur á sigurbraut eftir tíu marka tap gegn Flensburg í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Staðan var jöfn, 24-24, þegar 80 sekúndur voru eftir af leiknum, en Dominik Klein og Domagoj Duvnjak tryggðu Kiel sigurinn, 26-24, með tveimur síðustu mörkum leiksins.

Duvnjak var óstöðvandi í leiknum og skoraði 10 mörk úr 13 skotum, en Marko Vujin skoraði 7 mörk úr 12 skotum.

Kiel er eftir sigurinn með þrettán stig í fjórða sæti A-riðils Meistaradeildarinnar, fjórum stigum á eftir Veszprém og fimm stigum á eftir PSG sem öll eiga leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×