Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 13:20 Auglýsingin sem málið snýst um. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Bandalags háskólamanna, hefur sent flugfélaginu WOW air bréf vegna atvinnuauglýsingar á dögunum. Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Viðkomandi þarf að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin eru til. Hins vegar fylgir sögunni að starfið er ólaunað en möguleiki sé á sumarstarfi í framhaldinu sé gagnkvæmur áhugi fyrir hendi.Auglýsinguna má sjá hér að ofan. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og vísar til kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga sem Stéttarfélag lögfræðinga á aðild að, þar sem er kveðið á um hvaða lágmarkslaun skuli greidd fyrir tiltekin störf. „Ákvæði í kjarasamningum eru lágmarkskjör. Vinnuveitendum er þannig með öllu óheimilt að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um.“ Samningar sem kveði á um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir að sögn Ernu. Í þessu sambandi vísar hún til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í 1. gr. laganna segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“Ekki í samvinnu við skólann Í bréfi BHM er þess getið að íslenskir háskólar hafi búið til regluverk um starfsnám nemenda í framhaldsnámi. BHM hafi ekki samþykkt regluverkið og geri sérstaklega athugasemdir við reglur lagadeildar Háskólans í Reykjavík (HR) sem ganga út á að starfsnámið sé ólaunað. Ekki er kveðið á um ólaunað starfsnám í reglum atvinnunefndar Orators hjá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). „Það er hins vegar sammerkt með HÍ og HR að þeir skipuleggja starfsnámið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki en svo virðist sem það sé ekki gert í þessu tilviki.“ BHM telur jákvætt ef fyrirtæki og stofnanir gefa nemendum í framhaldsnámi færi á að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi þar sem starfsnámið er sannarlega til þess fallið að auka þekkingu nemandans í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. „Mörkin milli starfsnáms annars vegar og ólaunaðs starfs hins vegar eru mjög óskýr og hefur BHM lagt áherslu á að greitt verði fyrir starfsnám. Í því tilviki sem hér um ræðir benda hæfniskröfurnar sem gerðar eru til umsækjanda í auglýsingu WOW air eindregið til þess að um ólaunað starf er að ræða. Það brýtur gegn lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“ BHM óskar eftir svörum frá WOW air vegna málsins. Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Bandalags háskólamanna, hefur sent flugfélaginu WOW air bréf vegna atvinnuauglýsingar á dögunum. Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Viðkomandi þarf að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin eru til. Hins vegar fylgir sögunni að starfið er ólaunað en möguleiki sé á sumarstarfi í framhaldinu sé gagnkvæmur áhugi fyrir hendi.Auglýsinguna má sjá hér að ofan. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og vísar til kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga sem Stéttarfélag lögfræðinga á aðild að, þar sem er kveðið á um hvaða lágmarkslaun skuli greidd fyrir tiltekin störf. „Ákvæði í kjarasamningum eru lágmarkskjör. Vinnuveitendum er þannig með öllu óheimilt að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um.“ Samningar sem kveði á um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir að sögn Ernu. Í þessu sambandi vísar hún til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í 1. gr. laganna segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“Ekki í samvinnu við skólann Í bréfi BHM er þess getið að íslenskir háskólar hafi búið til regluverk um starfsnám nemenda í framhaldsnámi. BHM hafi ekki samþykkt regluverkið og geri sérstaklega athugasemdir við reglur lagadeildar Háskólans í Reykjavík (HR) sem ganga út á að starfsnámið sé ólaunað. Ekki er kveðið á um ólaunað starfsnám í reglum atvinnunefndar Orators hjá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). „Það er hins vegar sammerkt með HÍ og HR að þeir skipuleggja starfsnámið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki en svo virðist sem það sé ekki gert í þessu tilviki.“ BHM telur jákvætt ef fyrirtæki og stofnanir gefa nemendum í framhaldsnámi færi á að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi þar sem starfsnámið er sannarlega til þess fallið að auka þekkingu nemandans í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. „Mörkin milli starfsnáms annars vegar og ólaunaðs starfs hins vegar eru mjög óskýr og hefur BHM lagt áherslu á að greitt verði fyrir starfsnám. Í því tilviki sem hér um ræðir benda hæfniskröfurnar sem gerðar eru til umsækjanda í auglýsingu WOW air eindregið til þess að um ólaunað starf er að ræða. Það brýtur gegn lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“ BHM óskar eftir svörum frá WOW air vegna málsins.
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira