Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2016 17:56 Sindri Sigurgeirsson flytur setningarræðu sína. vísir/vilhelm „Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé í samfélaginu um stuðninginn, hvernig honum á að vera háttað og hvað við viljum draga fram með honum. Sú umræða þarf þó að fara fram með sanngjörnum hætti,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í setningarræðu Búnaðarþings. Búnaðarþing var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Gestum og gangandi gafst við það tilefni tækifæri á að kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir og vélar sem brúkaðar eru við framleiðsluna. Í setningarræðu sinni rakti Sindri hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum var komið á fót árið 1943 og að þær hefðu verið liður í að draga úr verðbólgu. Sagði hann að bændur hefðu verið tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Aftur hafi það gerst árið 1990 með þjóðarsáttinni enda ríkti traust um að „fleiri tækju þátt í víðlíka aðgerðum“. „Sú varð ekki raunin sem olli mikilli gremju meðal bænda. Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að við bændur lögðum okkar af mörkum ivð að koma þjóðinni í gengum það erfiða ástand sem efnahagshrunið árið 2008 leiddi af sér,“ sagði Sindri. Annars vegar hefðu búvörusamningar verið teknir upp á ný og hins vegar hafi verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað minna en verð á öðrum vörum. Undanfarna daga hefur talsvert verið deilt um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku. Þeir eru til tíu ára og fela í sér að beinn stuðningur til bænda verður um um þrettán milljarðar árlega. Hægt er að endurskoða samningin árin 2019 og 2023. Sindri benti í ræðu sinni, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur gert, á að fyrir þrjátíu árum hafi stuðningur til bænda numið fimm prósentum af landsframleiðslu en sé rétt rúmt prósent nú. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla margfaldast. „Við tökum þessari umræðu fagnandi við höfum ekkert að fela og erum alltaf tilbúin til að koma og upplýsa um okkar málefni. Gleymum því ekki að bændur eru líka neytendur og skattgreiðendur,“ sagði Sindri. Búvörusamningar Tengdar fréttir „Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé í samfélaginu um stuðninginn, hvernig honum á að vera háttað og hvað við viljum draga fram með honum. Sú umræða þarf þó að fara fram með sanngjörnum hætti,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í setningarræðu Búnaðarþings. Búnaðarþing var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Gestum og gangandi gafst við það tilefni tækifæri á að kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir og vélar sem brúkaðar eru við framleiðsluna. Í setningarræðu sinni rakti Sindri hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum var komið á fót árið 1943 og að þær hefðu verið liður í að draga úr verðbólgu. Sagði hann að bændur hefðu verið tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Aftur hafi það gerst árið 1990 með þjóðarsáttinni enda ríkti traust um að „fleiri tækju þátt í víðlíka aðgerðum“. „Sú varð ekki raunin sem olli mikilli gremju meðal bænda. Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að við bændur lögðum okkar af mörkum ivð að koma þjóðinni í gengum það erfiða ástand sem efnahagshrunið árið 2008 leiddi af sér,“ sagði Sindri. Annars vegar hefðu búvörusamningar verið teknir upp á ný og hins vegar hafi verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað minna en verð á öðrum vörum. Undanfarna daga hefur talsvert verið deilt um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku. Þeir eru til tíu ára og fela í sér að beinn stuðningur til bænda verður um um þrettán milljarðar árlega. Hægt er að endurskoða samningin árin 2019 og 2023. Sindri benti í ræðu sinni, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur gert, á að fyrir þrjátíu árum hafi stuðningur til bænda numið fimm prósentum af landsframleiðslu en sé rétt rúmt prósent nú. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla margfaldast. „Við tökum þessari umræðu fagnandi við höfum ekkert að fela og erum alltaf tilbúin til að koma og upplýsa um okkar málefni. Gleymum því ekki að bændur eru líka neytendur og skattgreiðendur,“ sagði Sindri.
Búvörusamningar Tengdar fréttir „Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14
Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22
Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15
Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels