Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 11:15 Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir landbúnaðarráðherra Sigurð Inga Jóhannsson fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna sem samþykktir voru á dögunum. Þá segir hún einnig að nefnd ráðherra, sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hafi aldrei komið saman.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði veriðÞetta kom fram í máli Ragnheiðar á Sprengisandi í morgun þar sem búvörusamningarnir voru meðal annars ræddir. Þeir hafa verið umdeildir, ekki síst meðal stjórnarþingmanna sem hafa gagnrýnt þá í ræðu og riti síðastliðna viku. Í það minnsta tveir þeirra haf sagt opinberlega að búvörusamninganir munu kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljarða á næstu árum, en ávinningurinn fyrir almenning sé óljós.Eins og Stöð2 greindi frá á dögunum aukast útgjöld ríkisins um rúmar 900 milljónir og verða um 14 milljarðar á næsta ári samkvæmt nýjum búvörusamningum. Ragnheiður, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þann 20. febrúar að hún myndi aldrei samþykkja slíkan samning á Alþingi Íslendinga. Flokksbróðir hennar Vilhjálmur Bjarnason tók í sama streng og sagðist ekki geta stutt þá. „Þetta er ekki til að bæta velferð heildarinnar og tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda sem best eru settir en í heildina er þetta dálítil trygging á óbreyttu ástandi,“ sagði Vilhjálmur.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningSkipuð í nefnd sem kom aldrei saman Ragnheiður reifaði aðdraganda samninganna og skipun nefndar, sem hún var tilnefnd í en kom aldrei saman, á Sprengisandi í dag. „Ef ég man rétt þá í október 2014 fengu allir þingflokkar bréf frá ráðherra [Sigurði Inga] um að skipa fulltrúa sína í nefnd um búvörusamninga. Að minnsta kom sú tillaga inn til okkar sjálfstæðismanna og flokkurinn skipaði Harald Benediktsson og Ragnheiði Ríkharðsdóttur í þá nefnd. En sú nefnd var aldrei kölluð saman og ekki get ég svarað af hverju,“ segir Ragnheiður sem þykir það harla óeðlilegt í ljósi „kröfu samtímans“ um aukið samráð og opið og gegnsætt ákvarðanatökuferli. Spjall þeirra Sigurjóns M. Egilssonar, Ragnheiðar og Svandísar Svavarsdóttur má heyra hér að ofan. Búvörusamningar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir landbúnaðarráðherra Sigurð Inga Jóhannsson fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna sem samþykktir voru á dögunum. Þá segir hún einnig að nefnd ráðherra, sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hafi aldrei komið saman.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði veriðÞetta kom fram í máli Ragnheiðar á Sprengisandi í morgun þar sem búvörusamningarnir voru meðal annars ræddir. Þeir hafa verið umdeildir, ekki síst meðal stjórnarþingmanna sem hafa gagnrýnt þá í ræðu og riti síðastliðna viku. Í það minnsta tveir þeirra haf sagt opinberlega að búvörusamninganir munu kosta íslenska skattgreiðendur tugi milljarða á næstu árum, en ávinningurinn fyrir almenning sé óljós.Eins og Stöð2 greindi frá á dögunum aukast útgjöld ríkisins um rúmar 900 milljónir og verða um 14 milljarðar á næsta ári samkvæmt nýjum búvörusamningum. Ragnheiður, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þann 20. febrúar að hún myndi aldrei samþykkja slíkan samning á Alþingi Íslendinga. Flokksbróðir hennar Vilhjálmur Bjarnason tók í sama streng og sagðist ekki geta stutt þá. „Þetta er ekki til að bæta velferð heildarinnar og tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda sem best eru settir en í heildina er þetta dálítil trygging á óbreyttu ástandi,“ sagði Vilhjálmur.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningSkipuð í nefnd sem kom aldrei saman Ragnheiður reifaði aðdraganda samninganna og skipun nefndar, sem hún var tilnefnd í en kom aldrei saman, á Sprengisandi í dag. „Ef ég man rétt þá í október 2014 fengu allir þingflokkar bréf frá ráðherra [Sigurði Inga] um að skipa fulltrúa sína í nefnd um búvörusamninga. Að minnsta kom sú tillaga inn til okkar sjálfstæðismanna og flokkurinn skipaði Harald Benediktsson og Ragnheiði Ríkharðsdóttur í þá nefnd. En sú nefnd var aldrei kölluð saman og ekki get ég svarað af hverju,“ segir Ragnheiður sem þykir það harla óeðlilegt í ljósi „kröfu samtímans“ um aukið samráð og opið og gegnsætt ákvarðanatökuferli. Spjall þeirra Sigurjóns M. Egilssonar, Ragnheiðar og Svandísar Svavarsdóttur má heyra hér að ofan.
Búvörusamningar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira