Nýr samningur skapi smjörfjöll Ingvar Haraldsson skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Þórólfur Matthíasson býst við að nýir búvörusamningar skapi offramleiðslu mjólkur. vísir/gva „Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjómatjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudaginn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þórólfur. „Þetta er mjög einhliða samningur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagnvart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á kindakjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.Þá komi ákvæði um flutningsjöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköpunarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ Aukinn stuðningur auki óhagræðiBúvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðarmála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjötsframleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhagkvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur.Leiðrétt 9:35: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Þórólfi að útflutningur á nautakjöti en ekki kindakjöti hefði valdið kjötskorti eftir hrun. Búvörusamningar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
„Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjómatjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudaginn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þórólfur. „Þetta er mjög einhliða samningur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagnvart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á kindakjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.Þá komi ákvæði um flutningsjöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköpunarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ Aukinn stuðningur auki óhagræðiBúvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðarmála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjötsframleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhagkvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur.Leiðrétt 9:35: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Þórólfi að útflutningur á nautakjöti en ekki kindakjöti hefði valdið kjötskorti eftir hrun.
Búvörusamningar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent