Reyna að sporna gegn kennitöluflakki Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2016 15:41 Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki. Alþingi Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Sjá meira
Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki.
Alþingi Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Sjá meira