Handbolti

Aron skoraði eitt í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron og félagar unnu góðan sigur í dag.
Aron og félagar unnu góðan sigur í dag. vísir/epa
Veszprém vann nauman sigur á HC Prvo Zagreb í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag, 27-25. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark.

Heimamenn í Veszprém byrjuðu feykilega vel og voru komnir í 6-2 eftir tíu mínútna leik. Þeir spiluðu frábæran varnaleik og gestirnir komust hvorki lönd né strönd.

Áfram hélst bilið í fjórum til sex mörkum og þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með fjórum mörkum, 16-12.

Í síðari hálfleik vöknuðu gestirnir hins vegar til lífsins og söxuðu hægt og rólega á forskot heimamanna. Þeir voru einu marki undir þegar fimm mínútur var til leiksloka, 23-22.

Þá skoraði Aron Pálmarsson sitt fyrsta og eina mark í leiknum og kom Veszprém í 24-22. Mikilvægt mark, en eftir þetta héldu heimamenn forystunni og unnu að lokum tveggja marka sigur, 27-25.

Eftir sigurinn er Veszprém áfram í þriðja sætinu og eltir toppliðin, PSG og Flensburg sem eru á toppnum með 20 stig. Zagreb er í fimmta sætinu með níu stig.

Ivan Sliskovic var markahæstur hjá Veszprém með sjö mörk, en Lazlo Nagy og Momir Ilic skoruðu sex hvor.

Hjá gestunum skoruðu þeir Dobrivoje Markovic, Zlatko Horvat, Leon Susnja og Stipe Mandalinic allir fjögur mörk hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×