Körfubolti

Lillard frábær þegar Portland skellti meisturunum | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lillard var magnaður í nótt.
Lillard var magnaður í nótt. vísir/getty
Meistararnir í Golden State steinlágu á útivelli gegn Portland, 137-105. Þetta var einungis fimmta tap Golden State í 53 leikjum í vetur, en þeir urðu eins og kunnugt er NBA-meistarar í fyrra.

Afar mikið var skorað í leiknum og staðan var 62-68, Portland í vil í hálfleik. Ömurlegur þriðji leikhluti gerði það að verkum að Golden State sá ekki til sólar eftir það, en þeir skoruðu einungis sautján stig í honum gegn 36 stigum Portland.

Stephen Curry var sem fyrr stigahæstur hjá Golden Sate með 31 stig, en Damian Lillard gerði sér lítið fyrir og skorað 51 stig fyrir Portland. Fjórði sigur Portland í röð í vesturdeildinni, en þeir eru með 50,9% sigurhlutfall. Golden State er með 90,6% sigurhlutfall.

Kobe Bryant skoraði 25 stig í naumu tapi Los Angeles Lakers gegn San Antonio Spurs á heimavelli í nótt. Staðan var 60-49, í hálfleik og var leikurinn afar skemmtilegur. Tony Parkar gerði einnig 25 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið 46 leiki af þeim 55 sem þeir hafa spilað í vetur.

Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og hefur einungis sigrað ellefu af þeim 56 leikjum sem liðið hefur spilað, eða 19,6% sigurhlutfall.

Öll úrslit næturinnar og myndbönd má finna hér fyrir neðan.

Úrslit næturinnar:

Dallas - Orlando 104-110

Detroit - Washington 86-98

New York - Brooklyn 98-109

Miami - Atlanta 115-111

Philadelphia - New Orleans 114-121

Toronto - Chicago 106-116

Charlotte - Milwaukee 86-95

Indiana - Oklahoma City 101-98

Minnesota - Memphis 104-109

Houston - Phoenix 116-100

GoldenState - Portland 105-137

Denver - Sacramento 110-116

San Antonio - LA Lakers 119-113

Boston - Utah 93-111

Lillard var frábær í nótt: Topp-10 næturinnar: 33 stig frá Brook: SVAKALEG karfa frá Vince Carter:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×