Innlent

Þjóðvegi 1 um Hvalnesskriður lokað vegna snjóflóðahættu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Víða er hált á vegum landsins.
Víða er hált á vegum landsins. Vísir
Þjóðvegur 1 um Hvalnesskriður verður lokaður í kvöld og nótt vegna snjóflóðahættu. Víða er hált á vegum landsins.

Hálka er á Reykjanesbraut og hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu. Hálka er einnig á Hellisheiði og Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Þæfingsfærð er í Grafningi.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og einhver snjóþekja. Hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Vestfjörðum. Snjóþekja, hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi, sumstaðar éljagangur.

Hálka er víða á Austurlandi og einnig éljagangur. Lokað er um Hvalnesskriður en annars er hálka eða hálkublettir á nokkrum köflum með suðausturströndinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×