„Nóg komið af því að við séum látin éta skít“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 12:45 Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Búvörusamningar Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Búvörusamningar Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira