Hamilton: Formúla 1 í ólagi og stefnulaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 11:00 Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að íþróttin sé í ólagi nú þegar verið er að reyna ákveða reglur fyrir næstu tvö árin. Hann hefur gagnrýnt sumar breytingarnar opinberlega og þá sérstaklega nýja Halo-kerfið sem á að verja ökuþóra frá því að fá í sig leifar úr öðrum bílum. „Nei! Þetta er ljótasta breyting í sögu Formúlu 1. Ég kann að meta að það sé hugsað um öryggi okkar en þetta er Formúla 1 og þetta er fínt eins og þetta er núna,“ skrifaði Hamilton við mynd af nýja varnarkerfinu sem sett er fyrir framan ökumannsklefann. Please no! This is the worst looking mod in Formula 1 history. I appreciate the quest for safety but this is formula 1, and the way it is now is perfectly fine. A photo posted by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Mar 3, 2016 at 1:15pm PSTAðspurður af blaðamönnum í gær hvort hann telji Formúlu 1 í ólagi og hún sé stefnulaus og óheilbrigð svaraði heimsmeistarinn: „Þetta fyrsta tvennt sem þú nefndir. Ég vil ekki segja of mikið en ég er sammála því.“ Fleiri breytingar eins og með tímatökur hafa ollið miklu fjaðrafoki en aðspurður um þær á dögunum sagði Fernando Alonso, ökumaður McLaren: „Þetta er sorglegt.“ Hann bætti við: „Ef ég væri íþróttamaður í annarri íþrótt myndi ég vera hissa á því sem er að gerast í Formúlu 1.“ „Allir vinir mínir á Spáni vilja bara horfa á baráttu á brautinni, stóra bíla, stór dekk, mikinn hávaða og njóta keppninnar eins og í öðrum íþróttum. Við verðum að einfalda þessar reglur,“ sagði Fernando Alonso. Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að íþróttin sé í ólagi nú þegar verið er að reyna ákveða reglur fyrir næstu tvö árin. Hann hefur gagnrýnt sumar breytingarnar opinberlega og þá sérstaklega nýja Halo-kerfið sem á að verja ökuþóra frá því að fá í sig leifar úr öðrum bílum. „Nei! Þetta er ljótasta breyting í sögu Formúlu 1. Ég kann að meta að það sé hugsað um öryggi okkar en þetta er Formúla 1 og þetta er fínt eins og þetta er núna,“ skrifaði Hamilton við mynd af nýja varnarkerfinu sem sett er fyrir framan ökumannsklefann. Please no! This is the worst looking mod in Formula 1 history. I appreciate the quest for safety but this is formula 1, and the way it is now is perfectly fine. A photo posted by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Mar 3, 2016 at 1:15pm PSTAðspurður af blaðamönnum í gær hvort hann telji Formúlu 1 í ólagi og hún sé stefnulaus og óheilbrigð svaraði heimsmeistarinn: „Þetta fyrsta tvennt sem þú nefndir. Ég vil ekki segja of mikið en ég er sammála því.“ Fleiri breytingar eins og með tímatökur hafa ollið miklu fjaðrafoki en aðspurður um þær á dögunum sagði Fernando Alonso, ökumaður McLaren: „Þetta er sorglegt.“ Hann bætti við: „Ef ég væri íþróttamaður í annarri íþrótt myndi ég vera hissa á því sem er að gerast í Formúlu 1.“ „Allir vinir mínir á Spáni vilja bara horfa á baráttu á brautinni, stóra bíla, stór dekk, mikinn hávaða og njóta keppninnar eins og í öðrum íþróttum. Við verðum að einfalda þessar reglur,“ sagði Fernando Alonso.
Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti