Það var greinilegt að ákvörðunin var dómurunum erfið og völdu þau að lokum 22 atriði áfram.
Nú stendur yfir miðasala á miði.is fyrir þá þætti sem verða í beinni útsendingu en fyrsti af þremur undanúrslitaþáttum verður næstkomandi sunnudag klukkan 19:10 á Stöð 2.
Sjá einnig: Dómararnir fengu neyðarfund með framleiðendum: Komu einum keppanda á óvart og hún fékk sjokk
Sigurvegarinn í Ísland Got Talent 3 fær tíu milljónir króna. Hér að neðan má sjá þá keppendur sem komust áfram.
![](https://www.visir.is/i/743A94CC546E8FA124D397C16E22B9EC9C7FA0A8EB6E333BB0138AA9F3AB769B_713x0.jpg)