Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna Ásgeir Erlendsson skrifar 19. mars 2016 18:15 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar á félagi á Jómfrúreyjum sem lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Hann segir að málið hafi rýrt traust á milli stjórnarflokkanna. Áhöld eru um hvort forsætisráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. Eftir að Anna Sigurlaug Pálssdóttir, eiginkona forsætisráðherra, upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir svo vera. Anna Sigurlaug greindi sjálf frá því að þau Sigmundur hefðu átt félagið Wintris til helminga. Um mistök í skráningu hafi verið að ræða af hálfu erlends viðskiptabanka hennar sem hafi verið leiðrétt á árinu 2009. „Samkvæmt mínum upplýsingum þá á hann þessar eignir sem um er að ræða á þessum tíma sem þær verða verðlausar. Hann skráir sig frá þessu árið 2009 samkvæmt mínum upplýsingum. Svo er það þannig að hjónabandið er nú sameignarfélag með sameiginlegri ábyrgð. Skráning eigna er nú nánast aukaatriði í þessu máli. Nú er ég ekki að segja það að niðurstaða uppgjörs á svokölluðum þrotabúum bankanna hefði orðið eitthvað öðruvísi. Það er hins vegar við þær aðstæður sem við búum við í landinu í dag þá vantar traust. Menn vilja að hagsmunir komi fram“ Vilhjálmur segir málið rýra traust milli stjórnarflokkanna. „Þetta eru mikil vonbrigði.“ Málið hefur vakið mikla umræðu og því hefur verið haldið fram að það sé prófsteinn á stjórnmálamenninguna á Íslandi eftir hrun. Enginn vissi um þessi hagsmunatengsl, hvorki flokksmenn Sigmundar né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. „Þetta eru ekki bara hagsmunir þessarar konu. Þetta eru hagsmunir þeirra beggja.“ Segir Vilhjálmur. Fram kemur í siðareglum ráðherra frá 2011 að ráðherra forðist hagsmunaárekstra og gæti þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín og að ráðherra upplýsi um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstrum. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sagði í þættinum Vikulokunum á RÚV í morgun að það væri „formlega rétt“ að Sigmundur hefði brotið siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um að félag í eigu eiginkonu sinnar ætti kröfur í slitabú föllnu bankanna. Frosti sagði hins vegar að það sem skipti máli væri að Sigmundur hefði ekki látið málið hafa áhrif á störf sín. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar á félagi á Jómfrúreyjum sem lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Hann segir að málið hafi rýrt traust á milli stjórnarflokkanna. Áhöld eru um hvort forsætisráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. Eftir að Anna Sigurlaug Pálssdóttir, eiginkona forsætisráðherra, upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir svo vera. Anna Sigurlaug greindi sjálf frá því að þau Sigmundur hefðu átt félagið Wintris til helminga. Um mistök í skráningu hafi verið að ræða af hálfu erlends viðskiptabanka hennar sem hafi verið leiðrétt á árinu 2009. „Samkvæmt mínum upplýsingum þá á hann þessar eignir sem um er að ræða á þessum tíma sem þær verða verðlausar. Hann skráir sig frá þessu árið 2009 samkvæmt mínum upplýsingum. Svo er það þannig að hjónabandið er nú sameignarfélag með sameiginlegri ábyrgð. Skráning eigna er nú nánast aukaatriði í þessu máli. Nú er ég ekki að segja það að niðurstaða uppgjörs á svokölluðum þrotabúum bankanna hefði orðið eitthvað öðruvísi. Það er hins vegar við þær aðstæður sem við búum við í landinu í dag þá vantar traust. Menn vilja að hagsmunir komi fram“ Vilhjálmur segir málið rýra traust milli stjórnarflokkanna. „Þetta eru mikil vonbrigði.“ Málið hefur vakið mikla umræðu og því hefur verið haldið fram að það sé prófsteinn á stjórnmálamenninguna á Íslandi eftir hrun. Enginn vissi um þessi hagsmunatengsl, hvorki flokksmenn Sigmundar né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. „Þetta eru ekki bara hagsmunir þessarar konu. Þetta eru hagsmunir þeirra beggja.“ Segir Vilhjálmur. Fram kemur í siðareglum ráðherra frá 2011 að ráðherra forðist hagsmunaárekstra og gæti þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín og að ráðherra upplýsi um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstrum. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sagði í þættinum Vikulokunum á RÚV í morgun að það væri „formlega rétt“ að Sigmundur hefði brotið siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um að félag í eigu eiginkonu sinnar ætti kröfur í slitabú föllnu bankanna. Frosti sagði hins vegar að það sem skipti máli væri að Sigmundur hefði ekki látið málið hafa áhrif á störf sín.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48