Handbolti

Stelpurnar steinlágu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður var markahæst í skellinum í dag.
Ragnheiður var markahæst í skellinum í dag. vísir/daníel
Íslenska kvennalandsliðinu 20 ára og yngri var heldur betur slegið niður á jörðina í undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta í dag, en liðið tapaði með 18 marka mun, 39-21, gegn Ungverjalandi.

Stúlkurnar okkar unnu frábæran sigur á Hvíta-Rússlandi í gær var tólf mörkum undir í hálfleik, 12-10, og sá aldrei til sólar. Leikið er í Strandgötu. 

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst með sex mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði fjögur mörk, en betur mátti ef duga skal að vinna sterkt lið Ungverja í dag.

Á morgun mæta stúlkurnar svo Austurríki, en með sigri þar geta þær skotið sér áfram. Lokakeppnin verður svo haldinn  í Rússlandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×