Körfubolti

Curry og Thompson sáu um Dallas | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Golden State voru í stuði í nótt.
Leikmenn Golden State voru í stuði í nótt.
Stephen Curry og Klay Thompson fóru báðir á kostum í nótt þegar Golden State Warriors vann enn einn leikinn í NBA-körfuboltanum, en þeir unnu 130-112 sigur á Dallas í nótt.

Gífurlega mikið var skorað í leiknum í nótt, en Golden State tók forystuna í fyrsta leikhluta þegar þeir náðu sex stiga forystu, 42-36, en þeir leiddu svo í hálfleik 73-67.

Í síðari hálfleik héldu þeir forystunni og unnu að lokum átján stiga sigur í rosalegum stigaleik, 130-112, en þetta var sjöundi sigur Golden State í röð í deildinni. Þeir hafa unnið 62 leiki og einungis tapað sex í vetur, en Dallas hefur tapað 43 leikjum og unnið 25.

Thomspon var stigahæstur hjá Golden State með 39 stig, en hinn magnaði Curry kom næstur með 31 stig. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki stigahæstur með 24 stig.

Stórleikur Victor Oladipo fyrir Orlando Magic dugði ekki til gegn Cleveland Cavaliers i nótt, en Cleveland vann sex stiga sigur í leik liðanna í Orlando. Oladipo lék á alls oddi og skoraði 45 stig, en Kyle Irving var stigahæstur hjá gestunum með 26 stig.

Cleveland hefur þegar tryggt sig inn í úrslitakeppnina, en þeir hafa unnið 49 leiki í vetur og eru með 72,1% sigurhlutfall. Orlando er með 42,6% sigurhlutfall, en þeir hafa tapað 39 leikjum af þeim 68 sem þeir hafa spilað.

James Harden var í lykilhluti hjá Houston einu sinni sem oftar, en hann skoraði 29 stig og gaf 14 stoðsendingar í fimm stiga sigri Houston á Minnesota 116-111. Houston er með 50,7% sigurhlutfall í vetur, en Minnesota er með 31,9%.

Öll úrslit næturinnar:

Cleveland - Orlando 109-103

Oklahoma - Philadelphia 111-97

Sacramento - Detroit 108-115

Boston - Toronto 91-105

Portland - New Orleans 117-112

Minnesota - Houston 111-116

Golden State - Dallas 130-112

Phoenix - LA Lakers 95-90

Falleg tilþrif hjá Curry: Topp-10 næturinnar: Veislan hjá Oladipo í nótt: 'Buzzer' frá Curry:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×