Tónlist Jóhanns Jóhannssonar svínvirkar Jónas Sen skrifar 19. mars 2016 12:00 Á tónleikum fimmduagskvöldsins var flutt kvikmyndatónlist eftir Jóhann Jóhannsson og fleiri. Mynd/Getty Tónlist Sinfóníutónleikar Tónlist eftir Jóhann Jóhannsson, John Williams, Jonny Greenwood og Mica Levi. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Adrian Prabava. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 17. mars Það lá við að ég fyndi lyktina af poppkorninu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Þetta voru kvikmyndatónleikar og á þeim var leikin tónlist úr nýjum og eldri myndum. Jóhann Jóhannsson var í aðalhlutverki, en einnig var flutt tónlist úr kvikmyndum Spielbergs. Svo var þarna músíkin eftir Jonny Greenwood úr There Will Be Blood, þeirri óhugnanlegu mynd. Tónlistin er eingöngu fyrir strengi og er mjög ómstríð. Það var dálítið erfitt að hlusta á hana á tónleikunum. Hún styður ákaflega vel við frásögnina í kvikmyndinni og er stór hluti af stemningunni. En án kvikmyndarinnar verður hún eiginlega of skelfileg! Það er engin hvíld á milli atriða, hver hroðinn á fætur öðrum hellist yfir mann. Hljómsveitin spilaði verkið af kostgæfni undir öruggri stjórn Adrian Prabava. Leikurinn var vandvirknislegur en afar tilfinningaþrunginn og eftir því áhrifamikill. Þetta var sársaukafull upplifun. Eftir Jóhann var leikin tónlist úr The Theory of Everything, Prisoners og Sicario. Hún var þægilegri, en þó var flutningurinn ekki áfallalaus. Einhver kona meðal áheyrenda lét í sér heyra svo um munaði, hún virtist vera í hávaðarifrildi við einhvern nærstaddan. Ég veit ekki nákvæmlega hvað var á seyði, en þetta var nokkuð truflandi. Engu að síður var gaman að hlýða á tónlist Jóhanns, hún svínvirkar eins og sagt er. Í fyrstnefndu myndinni er stemningin létt og rómantísk, en talsvert þyngri í hinum, þar er meira myrkur og drama. Jóhann hefur óneitanlega unnið frábært verk, hvílíkum árangri hefur hann náð! Hljómsveitin spilaði af aðdáunarverðri fagmennsku. Hún var samtaka, strengjahljómurinn var notalega þykkur og fókuseraður, og aðrir hljóðfæraleikarar voru með allt sitt á hreinu. Sérstaklega verður að nefna Skúla Sverrisson á rafbassa, hann var magnaður. Á tónleikunum hljómaði líka músíkin eftir Mica Levi úr hryllingsmyndinni Under the Skin. Andrúmsloftið var annarlegt, eiginlega vírað, enda er um að ræða vísindaskáldsögu. Tónarnir voru óljósir, þeir einhvern veginn runnu yfir í næstu tóna án þess að hægt væri að greina mörkin á milli þeirra. Hljómsveitin útfærði það fallega, útkoman var þéttofinn og blæbrigðaríkur tónavefur sem unaður var að hlýða á. Tónleikarnir hefðu verið fullkomnir ef verk John Williams úr myndunum Jurassic Park, ET, Superman og Schindler's List hefðu verið almennilega flutt, en svo var ekki að öllu leyti. Málmblásararnir léku óhreint í Jurassic Park, en þó sérstaklega í ET og var það pínlegt áheyrnar. Í Schindler's List spilaði Sigrún Eðvaldsdóttir einleik og gerði það af öryggi en með svo ýktu víbratói að það jaðraði við smekkleysi. Helst var það Superman sem hljómaði ágætlega, þar var málmblásturinn vandaðri og krafturinn var yfirgengilegur. Þetta er ótrúlega lýsandi tónlist fyrir einhvern sem getur flogið á ógnarhraða um himingeiminn. Allar hendingar vísa upp á við og ægileg heljarstökk koma fyrir með reglulegu millibili. Hér var málmblásturinn miklu betri, í heild fór hljómsveitin á kostum, svo mjög að maður nánast flaug út í náttmyrkrið á eftir.Niðurstaða: Yfirleitt frábærir tónleikar með magnaðri tónlist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Tónlist eftir Jóhann Jóhannsson, John Williams, Jonny Greenwood og Mica Levi. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Adrian Prabava. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 17. mars Það lá við að ég fyndi lyktina af poppkorninu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Þetta voru kvikmyndatónleikar og á þeim var leikin tónlist úr nýjum og eldri myndum. Jóhann Jóhannsson var í aðalhlutverki, en einnig var flutt tónlist úr kvikmyndum Spielbergs. Svo var þarna músíkin eftir Jonny Greenwood úr There Will Be Blood, þeirri óhugnanlegu mynd. Tónlistin er eingöngu fyrir strengi og er mjög ómstríð. Það var dálítið erfitt að hlusta á hana á tónleikunum. Hún styður ákaflega vel við frásögnina í kvikmyndinni og er stór hluti af stemningunni. En án kvikmyndarinnar verður hún eiginlega of skelfileg! Það er engin hvíld á milli atriða, hver hroðinn á fætur öðrum hellist yfir mann. Hljómsveitin spilaði verkið af kostgæfni undir öruggri stjórn Adrian Prabava. Leikurinn var vandvirknislegur en afar tilfinningaþrunginn og eftir því áhrifamikill. Þetta var sársaukafull upplifun. Eftir Jóhann var leikin tónlist úr The Theory of Everything, Prisoners og Sicario. Hún var þægilegri, en þó var flutningurinn ekki áfallalaus. Einhver kona meðal áheyrenda lét í sér heyra svo um munaði, hún virtist vera í hávaðarifrildi við einhvern nærstaddan. Ég veit ekki nákvæmlega hvað var á seyði, en þetta var nokkuð truflandi. Engu að síður var gaman að hlýða á tónlist Jóhanns, hún svínvirkar eins og sagt er. Í fyrstnefndu myndinni er stemningin létt og rómantísk, en talsvert þyngri í hinum, þar er meira myrkur og drama. Jóhann hefur óneitanlega unnið frábært verk, hvílíkum árangri hefur hann náð! Hljómsveitin spilaði af aðdáunarverðri fagmennsku. Hún var samtaka, strengjahljómurinn var notalega þykkur og fókuseraður, og aðrir hljóðfæraleikarar voru með allt sitt á hreinu. Sérstaklega verður að nefna Skúla Sverrisson á rafbassa, hann var magnaður. Á tónleikunum hljómaði líka músíkin eftir Mica Levi úr hryllingsmyndinni Under the Skin. Andrúmsloftið var annarlegt, eiginlega vírað, enda er um að ræða vísindaskáldsögu. Tónarnir voru óljósir, þeir einhvern veginn runnu yfir í næstu tóna án þess að hægt væri að greina mörkin á milli þeirra. Hljómsveitin útfærði það fallega, útkoman var þéttofinn og blæbrigðaríkur tónavefur sem unaður var að hlýða á. Tónleikarnir hefðu verið fullkomnir ef verk John Williams úr myndunum Jurassic Park, ET, Superman og Schindler's List hefðu verið almennilega flutt, en svo var ekki að öllu leyti. Málmblásararnir léku óhreint í Jurassic Park, en þó sérstaklega í ET og var það pínlegt áheyrnar. Í Schindler's List spilaði Sigrún Eðvaldsdóttir einleik og gerði það af öryggi en með svo ýktu víbratói að það jaðraði við smekkleysi. Helst var það Superman sem hljómaði ágætlega, þar var málmblásturinn vandaðri og krafturinn var yfirgengilegur. Þetta er ótrúlega lýsandi tónlist fyrir einhvern sem getur flogið á ógnarhraða um himingeiminn. Allar hendingar vísa upp á við og ægileg heljarstökk koma fyrir með reglulegu millibili. Hér var málmblásturinn miklu betri, í heild fór hljómsveitin á kostum, svo mjög að maður nánast flaug út í náttmyrkrið á eftir.Niðurstaða: Yfirleitt frábærir tónleikar með magnaðri tónlist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira