Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 10:03 Efnin sem fundust í húsbílnum. Vísir/GVA Miklar tilfinningar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp yfir hollensku pari sem ákært var fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust. Maðurinn var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar en konan var sýknuð. „Þetta er sanngjörn niðurstaða og í samræmi við væntingar,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi konunnar, um sýknudóminn yfir henni en konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Guðmundur segir miklar tilfinningar hafa verið í dómsal en konan hafi grátið af létti og einnig vegna þess að maðurinn hennar var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar. „Það er flókið og erfitt að vera eiginkona manns sem er að fá þetta þungan dóm og vera að fara úr landi á sama tíma fljótlega eftir að hafa verið hér saklaus í farbanni í sjö mánuði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki ljóst hvort ákæruvaldið muni áfrýja dómnum en hann reiknar með að skaðabótakrafa gegn ríkinu verði tekin til skoðunar af hálfu konunnar. „Mér finnst þessi dómur vera mjög afdráttarlaus,“ segir Guðmundur. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar. Maðurinn játaði sök en konan hefur frá upphafi neitað að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar. Hún hafi einfaldlega talið sig vera í ferðalagi með manni sínum. Tók maðurinn undir með konu sinni. Ákæruvaldið taldi hins vegar frásögn þeirra ótrúverðuga og taldi ekki ganga upp að konan hafi ekki verið meðvituð um hvaða tilgangi förin til Íslands átti að þjóna. Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Miklar tilfinningar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp yfir hollensku pari sem ákært var fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust. Maðurinn var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar en konan var sýknuð. „Þetta er sanngjörn niðurstaða og í samræmi við væntingar,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi konunnar, um sýknudóminn yfir henni en konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Guðmundur segir miklar tilfinningar hafa verið í dómsal en konan hafi grátið af létti og einnig vegna þess að maðurinn hennar var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar. „Það er flókið og erfitt að vera eiginkona manns sem er að fá þetta þungan dóm og vera að fara úr landi á sama tíma fljótlega eftir að hafa verið hér saklaus í farbanni í sjö mánuði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki ljóst hvort ákæruvaldið muni áfrýja dómnum en hann reiknar með að skaðabótakrafa gegn ríkinu verði tekin til skoðunar af hálfu konunnar. „Mér finnst þessi dómur vera mjög afdráttarlaus,“ segir Guðmundur. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar. Maðurinn játaði sök en konan hefur frá upphafi neitað að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar. Hún hafi einfaldlega talið sig vera í ferðalagi með manni sínum. Tók maðurinn undir með konu sinni. Ákæruvaldið taldi hins vegar frásögn þeirra ótrúverðuga og taldi ekki ganga upp að konan hafi ekki verið meðvituð um hvaða tilgangi förin til Íslands átti að þjóna.
Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30
Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27
Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05
Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00