Halla vill að á Bessastöðum verði opinn umræðuvettvangur fyrir þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 19:14 Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir. Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir.
Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00
Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08