Handbolti

Karen heldur kyrru fyrir hjá Nice

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karen er markahæsti leikmaður Íslands í undankeppni EM 2016.
Karen er markahæsti leikmaður Íslands í undankeppni EM 2016. vísir/ernir
Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur framlengt samning sinn við franska 1. deildarliðið Nice um eitt ár. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Karen, sem er 26 ára gömul, er á sínu öðru tímabili með Nice en hún kom til liðsins frá SönderjyskE í Danmörku sumarið 2014. Karen hefur einnig leikið með Blomberg-Lippe í Þýskalandi auk uppeldisfélagsins Fram.

Nice er í 4. sæti frönsku deildarinnar með 28 stig en liðið er auk þess komið í undanúrslit í bikarkeppninni og deildabikarnum. Með liðinu leikur einnig önnur íslensk landsliðskona, Arna Sif Pálsdóttir.

Sjá einnig: Einbeiti mér að sókninni

Karen er níundi markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar en hún hefur skorað 61 mark í 16 leikjum, eða 3,8 mörk að meðaltali í leik. Karen hefur verið sérlega örugg á vítalínunni á tímabilinu en hún hefur nýtt 16 af þeim 19 vítaköstum sem hún hefur tekið.

Karen er sömuleiðis í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu en í síðustu viku komst hún upp í 3. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×