Hið ómögulega á snjósleða Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 15:03 Levi LaVallee er hreint ótrúlegur vélsleðamaður sem getur framkvæmt hið ómögulega á öflugum vélsleða sínum. Hann er þekktur fyrir dirfskuleg sýningaratriði sín á X Games leikunum og hefur unnið sjö gull á þeim. Auk þess á hann heimsmetið í langstökki á vélsleða en hann flaug 124 metra á nýársdag í San Diego árið 2012 og það hefur ekki enn verið bætt. Hér í þessu myndskeiði leikur hann sér í Saint Paul í Bandaríkjunum og fer um borgina á sleða sínum og skeytir lítið um hvort undirlagið er bert malbikið eða þakið snjó. Hann fer ótrúleg heljarstökk og gerir hluti sem fáum er fært að svona tæki. Sem fyrr er sjón sögu ríkari, en í guðanna bænum ekki reyna þetta sjálf. Það er drykkjarvöruframleiðandinn Red Bull sem kostar gerð þessa myndskeiðs en hann styrkir mörg slík í hinum ýmsu akstursíþróttum. Bílar video Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent
Levi LaVallee er hreint ótrúlegur vélsleðamaður sem getur framkvæmt hið ómögulega á öflugum vélsleða sínum. Hann er þekktur fyrir dirfskuleg sýningaratriði sín á X Games leikunum og hefur unnið sjö gull á þeim. Auk þess á hann heimsmetið í langstökki á vélsleða en hann flaug 124 metra á nýársdag í San Diego árið 2012 og það hefur ekki enn verið bætt. Hér í þessu myndskeiði leikur hann sér í Saint Paul í Bandaríkjunum og fer um borgina á sleða sínum og skeytir lítið um hvort undirlagið er bert malbikið eða þakið snjó. Hann fer ótrúleg heljarstökk og gerir hluti sem fáum er fært að svona tæki. Sem fyrr er sjón sögu ríkari, en í guðanna bænum ekki reyna þetta sjálf. Það er drykkjarvöruframleiðandinn Red Bull sem kostar gerð þessa myndskeiðs en hann styrkir mörg slík í hinum ýmsu akstursíþróttum.
Bílar video Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent