Innlent

Hitabylgja í óveðri: 17,6 stiga hiti á Siglufirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Siglufirði
Frá Siglufirði vísir/pjetur
Óveðrið sem gekk yfir landið í gær og nótt olli töluverðu tjóni, ekki síst á Vestfjörðum og Norðurlandi. Fór vindur á nokkrum stöðum yfir 30 metra á sekúndu.

Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um veðrið á bloggi sínu Hungurdiskum en þar gerir hann vindhraðann ekki aðeins að umtalsefni heldur einnig þau miklu hlýindi sem fylgdu lægðinni. Segir Trausti ekki sé hægt að sleppa því að minnast á „hitabylgju dagsins,“ eins og hann orðar það en í gærkvöldi fór hitinn á Siglufirði til að mynda í 17,6 stig. Þá mældist meira en 10 stiga hiti á 48 stöðvum í byggð af alls 107 stöðvum.

Að því er fram kemur á bloggi Trausta er Siglufjarðarhitinn „landsdægurmet og reyndar hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á landinu fyrstu 26 daga marsmánaðar. Þetta er annað landsdægurmetið í mánuðinum - sem þó hefur ekki verið neitt sérlega hlýr, er nú 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Reykjavík, en -0,4 undir því á Akureyri.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×