Innlent

Lægðin „í beinni“: Hættulega hvasst fyrir ferðalög í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Mjög slæmu veðri er spáð um allt land næsta sólarhring.
Mjög slæmu veðri er spáð um allt land næsta sólarhring.
Mjög slæmu veðri er spáð um allt land næsta sólarhring. Kröpp og djúp lægð hreyfist í dag inn á Grænlandshafi og veldur hún suðaustanstormi eða –roki á öllu landinu og rigningu sunnan- og vestanlands.

Það mun áfram hvessa síðdegis og má búast við ofsaveðri á Norður- og Vesturlandi í kvöld. Veðrið gengur ekki niður fyrr en í fyrramálið.

Á gagnvirku vindakorti af heiminum er hægt að fylgjast með því hvernig veðrið þróast í dag.

Talsverð hlýindi fylgja lægðinni og þannig má reikna með mikilli leysingu.

Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega. Einnig er brýnt að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum á jarðhæðum og í kjöllurum.

Vegagerðin bendir vegfarendum á að eftir klukkan fimm eða sex í kvöld verður hættulega hvasst af suðri upp á öll ferðalög að gera, allt frá Hvalfirði vestur úr og norður í Eyjafjörð.

Hálka er á vegum víða um land og Fróðárheiði á Vesturlandi er ennþá lokuð. Nánar á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×