Áður en Sibelius hefði átt að fara á Vog Jónas Sen skrifar 12. mars 2016 10:00 Alexander Romanovsky einleikari. Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Sibelius, Rakmaninoff og Beethoven Einleikari: Alexander Romanovsky Stjórnandi: Dima Slobodeniouk Fimmtudaginn 10. mars Eldborg, Hörpu Það fór illa fyrir finnska tónskáldinu Sibeliusi. Hann samdi mögnuð tónverk lengi framan af, en svo tók alkóhólisminn völdin. Síðustu 35 árum ævi sinnar eyddi hann meira og minna fullur. Þá samdi hann lítið sem ekkert. Miðað við hve mikið hann drakk, þá er eiginlega alveg furðulegt að hann hafi orðið 91 árs. Hann hefur greinilega haft sterka lifur. Ein af síðustu tónsmíðunum hans áður en hann gaf sig Bakkusi endanlega á vald var leikhústónlist, samansafn stuttra þátta fyrir Óveðrið eftir Shakespeare. Tónlistin var opnunaratriðið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Þetta er hrífandi músík, full af myndrænni stemningu. Maður nánast sá leikritið ljóslifandi fyrir sér. Hljómsveitin spilaði af nostursemi undir vandaðri stjórn Dima Slobodeniouk. Strengjahljómurinn var hnausþykkur og munúðarfullur. Smæstu smáatriði voru fagurlega útfærð. Hver einasta hending sagði sögu. Næst á dagskránni var æskuverk eftir Rakmaninoff. Þetta var fyrsti píanókonsertinn hans. Það leið allnokkur tími þar til einleikarinn gekk á sviðið. Kona meðal áheyrenda fékk aðsvif og kalla þurfti eftir sjúkrabíl. Kannski hafði það eitthvað að segja að óvanalega heitt var í salnum. Ég þurfti að nota tónleikaskrána sem blævæng. Vonandi líður konunni betur núna. Þegar sjúkrabíllinn var farinn gekk einleikarinn Alexander Romanovsky ásamt stjórnandanum fram fyrir tónleikagesti og konsertinn byrjaði. Eins og áður kom fram er þetta æskutónsmíð og ekki sú besta eftir Rakmaninoff. Vissulega eru frábærir sprettir, líkt og forkunnarfögur byrjunin á öðrum kaflanum. Það versta er hins vegar óvæntur milliparturinn í síðasta kaflanum, ákaflega væmið og kjánalegt stef. Romanovsky spilaði af miklum látum og hristi erfiðustu tónahlaup fram úr erminni. Þó vantaði nokkuð upp á uppbygginguna í túlkuninni. Best heppnaði þáttur konsertsins, annar kaflinn, fékk ekki að fæðast eðlilega, einleikarinn lagði öll spilin á borðið strax í upphafi. Fyrir bragðið var ekki nægilegt flæði í músíkinni. Það sem á eftir kom virkaði ekki eins og eðlilegt framhald. Tónlistin hefði átt að rísa smám saman, en í staðinn spratt hún á fætur fyrirvaralaust í byrjun. Tæknilega séð var píanóleikurinn ægilega flottur, en maður vill meira, skáldskapurinn þarf að vera til staðar líka. Lokastykkið á dagskránni var skemmtilegra, fyrsta sinfónía Beethovens sem er í C-dúr en var sögð í D-dúr í tónleikaskránni. Hún er tiltölulega formföst, mun stífari en seinni verk tónskáldsins. Engu að síður má finna byltingarkenndar hugmyndir, eins og óvæntar tóntegundabreytingarnar í byrjun. Þær eru langt á undan sinni samtíð. Slobodeniouk stjórnaði sinfóníunni af gríðarlegum krafti. Eftir því einkenndist sinfónían af miklu fjöri, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Stundum mátti finna að ögn ósamtaka leik, en í það heila var flutningurinn líflegur og hnitmiðaður. Enda fögnuðu áheyrendur ákaft.Niðurstaða: Píanókonsert eftir Rakmaninoff var fremur yfirborðskenndur, en Sibelius og Beethoven voru flottir. Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Sibelius, Rakmaninoff og Beethoven Einleikari: Alexander Romanovsky Stjórnandi: Dima Slobodeniouk Fimmtudaginn 10. mars Eldborg, Hörpu Það fór illa fyrir finnska tónskáldinu Sibeliusi. Hann samdi mögnuð tónverk lengi framan af, en svo tók alkóhólisminn völdin. Síðustu 35 árum ævi sinnar eyddi hann meira og minna fullur. Þá samdi hann lítið sem ekkert. Miðað við hve mikið hann drakk, þá er eiginlega alveg furðulegt að hann hafi orðið 91 árs. Hann hefur greinilega haft sterka lifur. Ein af síðustu tónsmíðunum hans áður en hann gaf sig Bakkusi endanlega á vald var leikhústónlist, samansafn stuttra þátta fyrir Óveðrið eftir Shakespeare. Tónlistin var opnunaratriðið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Þetta er hrífandi músík, full af myndrænni stemningu. Maður nánast sá leikritið ljóslifandi fyrir sér. Hljómsveitin spilaði af nostursemi undir vandaðri stjórn Dima Slobodeniouk. Strengjahljómurinn var hnausþykkur og munúðarfullur. Smæstu smáatriði voru fagurlega útfærð. Hver einasta hending sagði sögu. Næst á dagskránni var æskuverk eftir Rakmaninoff. Þetta var fyrsti píanókonsertinn hans. Það leið allnokkur tími þar til einleikarinn gekk á sviðið. Kona meðal áheyrenda fékk aðsvif og kalla þurfti eftir sjúkrabíl. Kannski hafði það eitthvað að segja að óvanalega heitt var í salnum. Ég þurfti að nota tónleikaskrána sem blævæng. Vonandi líður konunni betur núna. Þegar sjúkrabíllinn var farinn gekk einleikarinn Alexander Romanovsky ásamt stjórnandanum fram fyrir tónleikagesti og konsertinn byrjaði. Eins og áður kom fram er þetta æskutónsmíð og ekki sú besta eftir Rakmaninoff. Vissulega eru frábærir sprettir, líkt og forkunnarfögur byrjunin á öðrum kaflanum. Það versta er hins vegar óvæntur milliparturinn í síðasta kaflanum, ákaflega væmið og kjánalegt stef. Romanovsky spilaði af miklum látum og hristi erfiðustu tónahlaup fram úr erminni. Þó vantaði nokkuð upp á uppbygginguna í túlkuninni. Best heppnaði þáttur konsertsins, annar kaflinn, fékk ekki að fæðast eðlilega, einleikarinn lagði öll spilin á borðið strax í upphafi. Fyrir bragðið var ekki nægilegt flæði í músíkinni. Það sem á eftir kom virkaði ekki eins og eðlilegt framhald. Tónlistin hefði átt að rísa smám saman, en í staðinn spratt hún á fætur fyrirvaralaust í byrjun. Tæknilega séð var píanóleikurinn ægilega flottur, en maður vill meira, skáldskapurinn þarf að vera til staðar líka. Lokastykkið á dagskránni var skemmtilegra, fyrsta sinfónía Beethovens sem er í C-dúr en var sögð í D-dúr í tónleikaskránni. Hún er tiltölulega formföst, mun stífari en seinni verk tónskáldsins. Engu að síður má finna byltingarkenndar hugmyndir, eins og óvæntar tóntegundabreytingarnar í byrjun. Þær eru langt á undan sinni samtíð. Slobodeniouk stjórnaði sinfóníunni af gríðarlegum krafti. Eftir því einkenndist sinfónían af miklu fjöri, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Stundum mátti finna að ögn ósamtaka leik, en í það heila var flutningurinn líflegur og hnitmiðaður. Enda fögnuðu áheyrendur ákaft.Niðurstaða: Píanókonsert eftir Rakmaninoff var fremur yfirborðskenndur, en Sibelius og Beethoven voru flottir.
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira