Gummi Ben lýsir leikjum Íslands á EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2016 12:26 Gummi Ben hefur verið í aðalhlutverki í enska boltanum og Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og verður áfram að sögn yfirmanns íþróttadeildar. Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira