Sér æ gjöf til gjalda? Þórlindur Kjartansson skrifar 11. mars 2016 00:00 Ef ég kemst að því að einhver hefur skipt gjöf sem ég gaf þá verð ég móðgaður. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að þetta er fáránlegt; en ég ræð ekki við þetta. Þetta getur valdið togstreitu, sérstaklega eftir að ég áttaði mig á því að ég ætti í raun og veru ekki að láta þetta í ljós, heldur að segja að fyrra bragði (með samanbitnar varir): „Þú bara skiptir þessu ef þú vilt.“ Ef ég gef bók, þá ætlast ég til þess að hún sé lesin; ef ég gef flík þá vil ég að hún sé notuð og ef ég gef einhver tæki eða gagnlegan hlut þá vil ég fljótlega skýrslu um hversu mikið hann er notaður. Ef ég gef mynd eða skrautmun þá er ég friðlaus þangað til ég get með eigin augum séð að sá hlutur sé kominn upp á góðan stað á heimili þess sem fékk gjöfina. Þetta er líka ástæða þess að ég hef aldrei sjálfur skilað eða skipt gjöf. Ekki einu sinni ef ég fæ tvö eintök af sama hlutnum, flíkur í vitlausri stærð eða muni sem ég hef engan smekk fyrir. Fyrir mér snúast gjafir ekki um það hvort einhver hafi látið af hendi peninga af skyldurækni, heldur að einhver hafi gefið sér tíma til þess að hugsa um hvað gæti glatt. Allt frá því ég lærði að skrifa hef ég skrifað fremst í allar jólabækurnar ártalið og upplýsingar um hver gaf og bók sem ég hef fengið gefna hef ég aldrei hent.Markaðsmarr í gjafapappír Hins vegar hef ég aldrei haft neinar sérstakar taugar til ýmis konar gjafavöru sem mér hefur verið rétt á ráðstefnum eða vörukynningum. Þær eru gefnar í kynningar- og auglýsingaskyni og hafa þar af leiðandi ekkert sérstakt tilfinningalegt gildi. Þó finnst mér oft gaman að sjá það þegar fyrirtæki leggja sig fram um að styrkja menningarlega viðburði og íþróttamót, eins og til dæmi flugeldasýninguna á Menningarnótt í Reykjavík sem Orkuveita Reykjavíkur studdi lengi með miklum myndarbrag. Ég hafði gaman af flugeldasýningunni, en lét það svo sem ekki hafa nein áhrif á það hvort ég væri í viðskiptum við Orkuveituna; það var nokkurn veginn sjálfgefið. Ég man líka eftir því að hafa fengið Nýja-Testamentið að gjöf frá Gideónhreyfingunni þegar ég var í grunnskóla. Mér þykir enn vænt um að sjá ljósbláa kjölinn í hillunni og vita til þess að góðviljað fólk lagði það á sig að safna fyrir henni og koma í skólann til þess að gefa öllum eintak, jafnvel þótt Gideónfélagarnir hefðu eflaust vonast til þess að ég yrði duglegri við að lesa bókina og lifa eftir boðskap hennar.Óæskilegar gjafir Sem betur fer er það nokkuð algengt að fólk, samtök og fyrirtæki sýni því áhuga að gera eitthvað gott fyrir umhverfi sitt og meðborgara. Þetta getur þó verið vandasamt þegar kemur að börnum og skólastarfi, eins og Reykjavíkurborg hefur komist að. Fréttir af ofsafenginni taugaveiklun borgaryfirvalda gegn hvers konar gjöfum til skólabarna hafa á undanförnum misserum valdið heilabrotum. Frægustu og bestu dæmin eru af augljóslega saklausum og jákvæðum hlutum sem meirihlutinn í borginni hefur kosið að beita sér harkalega gegn. Eimskip og Kiwanis mega ekki lengur gefa börnum reiðhjólahjálma á skólatíma í Reykjavík, það mátti ekki gefa tannþráð og tannbursta og heljarinnar fjargviðri var blásið upp til að koma í veg fyrir að góðviljaðir áhugamenn um raunvísindi og stjörnuskoðun gæfu reykvískum börnum sólmyrkvagleraugu. Röksemdir borgarinnar voru ætíð á þá lund að í þessu fælist einhvers konar markaðssetning, þar sem gjafirnar voru merktar. Ætli borgaryfirvöldum hafi þótt líklegt að grunnskólabörn yrðu svo uppnumin af rausnarskap Eimskips að þau heimti í framhaldinu að foreldrar þeirra hætti að kaupa vörur sem eru fluttar með Samskipum; eða verði svo trufluð af þakklæti í garð Hótel Rangár (sem styrkti sólmyrkvagleraugun) að þau tækju ekki annað í mál en að verja sumarfríinu við bakka Rangár í 300 evra lúxus-svítum? Það er auðvitað hægt að sjá fyrir sér að gjafir til skólabarna geti orkað tvímælis og rétt að fara varlega þegar um augljósan markaðslegan tilgang er að ræða. Þó er óþarfi að fara á taugum yfir því. Réttara væri treysta kennurum og skólastjórnendum til þess að beita dómgreind sinni í hverju tilviki; í stað þess að sýna þeim þá lítilsvirðingu að snupra þá til þess að hlýða embættismönnum og stjórnmálamönnum í svo léttvægum málum.Menningarleg markaðssetning Sem betur fer mun ein almenn undanþága gegn markaðsstarfi í skólum vera til staðar. Framleiðendur efnis í barnabækur hafa hingað til fengið leyfi til þess að stunda markaðsstarf, kynningar og markaðsrannsóknir gagnvart markhópi sínum inni í skólunum. Persónulega finnst mér það allt í lagi, og hefði ekki áhyggjur þótt fleiri hefðu slíka undanþágu. Meirihlutanum í borginni finnst eflaust saklausara að verið sé að kynna menningarlega hluti heldur en „ómenningarlega“. Í því ljósi væri fróðlegt að sjá hvort meirihlutanum þætti tilefni til að endurskoða þá stefnu sína ef Hannes Hólmsteinn Gissurarson tæki sig til og skrifaði barnabók og færi í heimsóknir til að lesa upp úr henni í skólum borgarinnar. Bókin gæti heitið „Allt í vaskinn“ og fjallað um framtakssöm ungmenni sem hefja framleiðslu á límonaði en lenda svo í klóm skattayfirvalda eftir að hafa vanrækt að skila vsk-skýrslum í upphafi starfseminnar. Svo komast þau að því að skattheimtumennirnir ætla að nota peningana þeirra til þess að niðurgreiða samkeppnina í Mjólkursamsölunni og upphefst frá því mikið ævintýri þar sem hið góða sigrar að lokum. Ætli meirihlutinn í borginni yrði ekki bara sallarólegur með það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Ef ég kemst að því að einhver hefur skipt gjöf sem ég gaf þá verð ég móðgaður. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að þetta er fáránlegt; en ég ræð ekki við þetta. Þetta getur valdið togstreitu, sérstaklega eftir að ég áttaði mig á því að ég ætti í raun og veru ekki að láta þetta í ljós, heldur að segja að fyrra bragði (með samanbitnar varir): „Þú bara skiptir þessu ef þú vilt.“ Ef ég gef bók, þá ætlast ég til þess að hún sé lesin; ef ég gef flík þá vil ég að hún sé notuð og ef ég gef einhver tæki eða gagnlegan hlut þá vil ég fljótlega skýrslu um hversu mikið hann er notaður. Ef ég gef mynd eða skrautmun þá er ég friðlaus þangað til ég get með eigin augum séð að sá hlutur sé kominn upp á góðan stað á heimili þess sem fékk gjöfina. Þetta er líka ástæða þess að ég hef aldrei sjálfur skilað eða skipt gjöf. Ekki einu sinni ef ég fæ tvö eintök af sama hlutnum, flíkur í vitlausri stærð eða muni sem ég hef engan smekk fyrir. Fyrir mér snúast gjafir ekki um það hvort einhver hafi látið af hendi peninga af skyldurækni, heldur að einhver hafi gefið sér tíma til þess að hugsa um hvað gæti glatt. Allt frá því ég lærði að skrifa hef ég skrifað fremst í allar jólabækurnar ártalið og upplýsingar um hver gaf og bók sem ég hef fengið gefna hef ég aldrei hent.Markaðsmarr í gjafapappír Hins vegar hef ég aldrei haft neinar sérstakar taugar til ýmis konar gjafavöru sem mér hefur verið rétt á ráðstefnum eða vörukynningum. Þær eru gefnar í kynningar- og auglýsingaskyni og hafa þar af leiðandi ekkert sérstakt tilfinningalegt gildi. Þó finnst mér oft gaman að sjá það þegar fyrirtæki leggja sig fram um að styrkja menningarlega viðburði og íþróttamót, eins og til dæmi flugeldasýninguna á Menningarnótt í Reykjavík sem Orkuveita Reykjavíkur studdi lengi með miklum myndarbrag. Ég hafði gaman af flugeldasýningunni, en lét það svo sem ekki hafa nein áhrif á það hvort ég væri í viðskiptum við Orkuveituna; það var nokkurn veginn sjálfgefið. Ég man líka eftir því að hafa fengið Nýja-Testamentið að gjöf frá Gideónhreyfingunni þegar ég var í grunnskóla. Mér þykir enn vænt um að sjá ljósbláa kjölinn í hillunni og vita til þess að góðviljað fólk lagði það á sig að safna fyrir henni og koma í skólann til þess að gefa öllum eintak, jafnvel þótt Gideónfélagarnir hefðu eflaust vonast til þess að ég yrði duglegri við að lesa bókina og lifa eftir boðskap hennar.Óæskilegar gjafir Sem betur fer er það nokkuð algengt að fólk, samtök og fyrirtæki sýni því áhuga að gera eitthvað gott fyrir umhverfi sitt og meðborgara. Þetta getur þó verið vandasamt þegar kemur að börnum og skólastarfi, eins og Reykjavíkurborg hefur komist að. Fréttir af ofsafenginni taugaveiklun borgaryfirvalda gegn hvers konar gjöfum til skólabarna hafa á undanförnum misserum valdið heilabrotum. Frægustu og bestu dæmin eru af augljóslega saklausum og jákvæðum hlutum sem meirihlutinn í borginni hefur kosið að beita sér harkalega gegn. Eimskip og Kiwanis mega ekki lengur gefa börnum reiðhjólahjálma á skólatíma í Reykjavík, það mátti ekki gefa tannþráð og tannbursta og heljarinnar fjargviðri var blásið upp til að koma í veg fyrir að góðviljaðir áhugamenn um raunvísindi og stjörnuskoðun gæfu reykvískum börnum sólmyrkvagleraugu. Röksemdir borgarinnar voru ætíð á þá lund að í þessu fælist einhvers konar markaðssetning, þar sem gjafirnar voru merktar. Ætli borgaryfirvöldum hafi þótt líklegt að grunnskólabörn yrðu svo uppnumin af rausnarskap Eimskips að þau heimti í framhaldinu að foreldrar þeirra hætti að kaupa vörur sem eru fluttar með Samskipum; eða verði svo trufluð af þakklæti í garð Hótel Rangár (sem styrkti sólmyrkvagleraugun) að þau tækju ekki annað í mál en að verja sumarfríinu við bakka Rangár í 300 evra lúxus-svítum? Það er auðvitað hægt að sjá fyrir sér að gjafir til skólabarna geti orkað tvímælis og rétt að fara varlega þegar um augljósan markaðslegan tilgang er að ræða. Þó er óþarfi að fara á taugum yfir því. Réttara væri treysta kennurum og skólastjórnendum til þess að beita dómgreind sinni í hverju tilviki; í stað þess að sýna þeim þá lítilsvirðingu að snupra þá til þess að hlýða embættismönnum og stjórnmálamönnum í svo léttvægum málum.Menningarleg markaðssetning Sem betur fer mun ein almenn undanþága gegn markaðsstarfi í skólum vera til staðar. Framleiðendur efnis í barnabækur hafa hingað til fengið leyfi til þess að stunda markaðsstarf, kynningar og markaðsrannsóknir gagnvart markhópi sínum inni í skólunum. Persónulega finnst mér það allt í lagi, og hefði ekki áhyggjur þótt fleiri hefðu slíka undanþágu. Meirihlutanum í borginni finnst eflaust saklausara að verið sé að kynna menningarlega hluti heldur en „ómenningarlega“. Í því ljósi væri fróðlegt að sjá hvort meirihlutanum þætti tilefni til að endurskoða þá stefnu sína ef Hannes Hólmsteinn Gissurarson tæki sig til og skrifaði barnabók og færi í heimsóknir til að lesa upp úr henni í skólum borgarinnar. Bókin gæti heitið „Allt í vaskinn“ og fjallað um framtakssöm ungmenni sem hefja framleiðslu á límonaði en lenda svo í klóm skattayfirvalda eftir að hafa vanrækt að skila vsk-skýrslum í upphafi starfseminnar. Svo komast þau að því að skattheimtumennirnir ætla að nota peningana þeirra til þess að niðurgreiða samkeppnina í Mjólkursamsölunni og upphefst frá því mikið ævintýri þar sem hið góða sigrar að lokum. Ætli meirihlutinn í borginni yrði ekki bara sallarólegur með það?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun