Guðspjölluð fjallkona Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Nokkuð hefur verið tekist á um trú og trúleysi á þessum vettvangi og víst væri það að bera í bakkafullan lækinn að blanda sér í þá umræðu. Ég vil hins vegar nota tækifærið og lasta þann guð sem á fádæma átrúnaði að fagna um þessar mundir. Svo römm er trúarkennd sóknarbarnanna að bæði fegurð og gleði er fórnað á altari hans. Svo gegndarlaus er trúin á Mammon að þeir sem vilja vernda náttúruna verða að geta fært á það sönnur að efnahagslegur ávinningur fylgi henni. Fegurðin og gleðin sem óspillt náttúra veitir telst ekki alvarleg röksemdafærsla í bænahúsi hans. Allt tal um list og listafólk endar með því að rýna í reikninga rétt eins og að það að gera lífið bærilegra sé einskis virði. Tal um að viðhalda stofnun eins og RÚV, einfaldlega vegna þess að fólki þyki vænt um hana, nær ekki langt þegar reiknivélarnar eru komnar á loft. Bankar geta engan veginn haldið úti útibúum í fámennum byggðum fyrir siðasakir. Sjóðir eru þurrmjólkaðir og ferðamenn líka á lygahótelum og í náttúrulegu verksmiðjulóni. Hagkvæmar nýbyggingar líkjast gámaþyrpingu á höfninni. Fagnaðarerindið boðar hvorki líf fyrir né eftir dauða heldur hagræði sem byggist á því að beina auði þangað sem nóg af honum er fyrir. Aur fyrir aur og tonn fyrir tonn. Gengur sú söfnun svo vel að innan nokkurra áratuga verður komið alvöru lénsveldi á ný, með fámennri alvaldsstétt. Til eru meira að segja auðmenn, eins og athafnamaðurinn Nick Hanauer, sem hafa bent á það að þetta „hagræði“ er ekki arðbært en mönnum yfirsést slíkt aukaatriði í trúarhitanum. Hallgerður lét ekki lepp úr hári sínu fyrir Gunnar. Fjallkonan okkar fær ekki að vera jafn fastheldin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun
Nokkuð hefur verið tekist á um trú og trúleysi á þessum vettvangi og víst væri það að bera í bakkafullan lækinn að blanda sér í þá umræðu. Ég vil hins vegar nota tækifærið og lasta þann guð sem á fádæma átrúnaði að fagna um þessar mundir. Svo römm er trúarkennd sóknarbarnanna að bæði fegurð og gleði er fórnað á altari hans. Svo gegndarlaus er trúin á Mammon að þeir sem vilja vernda náttúruna verða að geta fært á það sönnur að efnahagslegur ávinningur fylgi henni. Fegurðin og gleðin sem óspillt náttúra veitir telst ekki alvarleg röksemdafærsla í bænahúsi hans. Allt tal um list og listafólk endar með því að rýna í reikninga rétt eins og að það að gera lífið bærilegra sé einskis virði. Tal um að viðhalda stofnun eins og RÚV, einfaldlega vegna þess að fólki þyki vænt um hana, nær ekki langt þegar reiknivélarnar eru komnar á loft. Bankar geta engan veginn haldið úti útibúum í fámennum byggðum fyrir siðasakir. Sjóðir eru þurrmjólkaðir og ferðamenn líka á lygahótelum og í náttúrulegu verksmiðjulóni. Hagkvæmar nýbyggingar líkjast gámaþyrpingu á höfninni. Fagnaðarerindið boðar hvorki líf fyrir né eftir dauða heldur hagræði sem byggist á því að beina auði þangað sem nóg af honum er fyrir. Aur fyrir aur og tonn fyrir tonn. Gengur sú söfnun svo vel að innan nokkurra áratuga verður komið alvöru lénsveldi á ný, með fámennri alvaldsstétt. Til eru meira að segja auðmenn, eins og athafnamaðurinn Nick Hanauer, sem hafa bent á það að þetta „hagræði“ er ekki arðbært en mönnum yfirsést slíkt aukaatriði í trúarhitanum. Hallgerður lét ekki lepp úr hári sínu fyrir Gunnar. Fjallkonan okkar fær ekki að vera jafn fastheldin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun