Körfubolti

Mobley í eins leiks bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mobley verður fjarri góðu gamni í Þorlákshöfn á þriðjudaginn.
Mobley verður fjarri góðu gamni í Þorlákshöfn á þriðjudaginn. vísir/anton
Bandaríkjamaðurinn Brandon Mobley hefur verið dæmdur eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og Þórs Þorlákshafnar í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla á fimmtudaginn.

Mobley verður því ekki með í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn á þriðjudaginn.

Mobley var sendur af velli í 1. leikhluta í leiknum á skírdag fyrir að gefa Davíð Arnari Ágústssyni, leikmanni Þórs, olnbogaskot.

Sjá einnig: Átti líka að reka hann út af í síðasta leik

Mobley var ekki sáttur með niðurstöðuna og þegar hann gekk af velli sneri hann sér skyndilega að Einari Árni Jóhannssyni, þjálfara Þórs, og gerði sig líklegan til að hjóla í hann.

Atvikin má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Mobley byrjaði leikinn á skírdag af krafti og var kominn með sjö stig, tvö fráköst og tvær stoðsendingar áður en hann var sendur í sturtu.

Þrátt fyrir að Mobleys hafi ekki notið við í rúman hálftíma unnu Haukar níu stiga sigur, 84-75, og tóku forystuna í einvígi liðanna, 2-1. Með sigri í Þorlákshöfn á þriðjudaginn tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×