Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Karl Lúðvíksson skrifar 24. mars 2016 16:24 Vænar bleikjur úr Jónskvísl Mynd: www.kippur.is Það er alltaf gaman fyrir veiðimenn að prófa ný svæði og kynnast nýjum veiðistöðum með von um flotta fiska. Þrátt fyrir að hafa veitt á flugu í þrjátíu ár eru nokkur svæði sem undirritaður á eftir að prófa og eitt af markmiðum sumarsins er að taka nokkur svæði út af þeim lista. Eitt af þeim svæðum sem hafa oft verið nefnd í mín eyru er Jónskvísl og Sýrlækur og hafa nokkrir veiðimenn sem ég þekki ávallt talað vel um þetta svæði. Þarna má finna bleikju, urriða og svo sjóbirting. Einn af mínum veiðifélögum veiddi sinn stærsta sjóbirting í Sýrlæk fyrir um áratug síðan og hefur veitt hann á hverju ári síðan og dytti ekki í hug að sleppa úr ferð. Hvernig ég hef ekki þegist boð frá honum ennþá er mér ráðgáta en á þessu ári verður úr því bætt. Svæðið er í útleigu til veiðifélagsins Kippur og má finna upplýsingar um svæðið á heimasíðu þeirra hér. Sýrlækur er vatnsminni en Jónskvísl og nokkuð viðkvæmur til veiðaá meðan Jónskvísl er svo mögnuð að því leiti að mörgum finnst hún vera einn samfelldur veiðistaður. Í Jónskvísl má finna væna bleikju sem er yfrleitt um 3-6 pund, staðbundin urriða og síðan sjóbirting en besti tíminn fyrir hann er síðsumars og inní haustið. Þarna má gera góða veiði og það skemmir ekkert að meðalþyngdin er góð. Það verður því sett stefna á að kíkja þangað í sumar og verða lesendur Veiðivísis fyrstir til að fá fréttir þaðan að þeim túr loknum. Mest lesið Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði
Það er alltaf gaman fyrir veiðimenn að prófa ný svæði og kynnast nýjum veiðistöðum með von um flotta fiska. Þrátt fyrir að hafa veitt á flugu í þrjátíu ár eru nokkur svæði sem undirritaður á eftir að prófa og eitt af markmiðum sumarsins er að taka nokkur svæði út af þeim lista. Eitt af þeim svæðum sem hafa oft verið nefnd í mín eyru er Jónskvísl og Sýrlækur og hafa nokkrir veiðimenn sem ég þekki ávallt talað vel um þetta svæði. Þarna má finna bleikju, urriða og svo sjóbirting. Einn af mínum veiðifélögum veiddi sinn stærsta sjóbirting í Sýrlæk fyrir um áratug síðan og hefur veitt hann á hverju ári síðan og dytti ekki í hug að sleppa úr ferð. Hvernig ég hef ekki þegist boð frá honum ennþá er mér ráðgáta en á þessu ári verður úr því bætt. Svæðið er í útleigu til veiðifélagsins Kippur og má finna upplýsingar um svæðið á heimasíðu þeirra hér. Sýrlækur er vatnsminni en Jónskvísl og nokkuð viðkvæmur til veiðaá meðan Jónskvísl er svo mögnuð að því leiti að mörgum finnst hún vera einn samfelldur veiðistaður. Í Jónskvísl má finna væna bleikju sem er yfrleitt um 3-6 pund, staðbundin urriða og síðan sjóbirting en besti tíminn fyrir hann er síðsumars og inní haustið. Þarna má gera góða veiði og það skemmir ekkert að meðalþyngdin er góð. Það verður því sett stefna á að kíkja þangað í sumar og verða lesendur Veiðivísis fyrstir til að fá fréttir þaðan að þeim túr loknum.
Mest lesið Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði