Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. mars 2016 05:00 Sigmundur Davíð hefur legið undir ámæli síðastliðna viku. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð hefur legið undir ámæli fyrir að hafa ekki greint frá þessum hagsmunum sínum í ljósi þess að hann hefur leitt, ásamt fjármálaráðherra, viðureign við kröfuhafa föllnu bankanna. Anna Sigurlaug greindi sjálf frá málinu á Facebook síðu sinni eftir að fyrirspurnir bárust frá fjölmiðlum. Fyrir liggur að allir skattar og gjöld hafa verið greidd af félagi Önnu Sigurlaugar. Eftir stendur spurningin um hvort Sigmundi hafi ekki borið skylda til þess að greina frá þessum hagsmunum fyrr, þegar hann átti tvo fulltrúa í framkvæmdahópi um afnám hafta og um viðureign við kröfuhafa, sem hlýtur að teljast með stærri málum sem núverandi ríkisstjórn stóð og stendur frammi fyrir. Stenst málið siðferðislega skoðun? „Þær siðareglur sem settar voru af síðustu ríkisstjórn, 2011, höfum við ekki staðfest. En þótt við hefðum gert það hefði það engu breytt, því í þeim er vísað í hagsmunaskráningu þingmanna og þess getið að menn láti ekki eigin hagsmuni hafa áhrif á störf sín. Það er alveg ljóst, eins og forseti þingsins hefur kveðið mjög skýrt upp úr um, að það er engin bein skylda og ekki ætlast til þess að menn skrái eignir maka í þessari hagsmunaskráningu. Enginn þingmaður hefur gert það. Það er líka ljóst að það er ekki gert ráð fyrir því að menn skrái eignir af þessari gerð. Hagsmunaskáning þingmanna tiltekur félög í atvinnurekstri en það hefur þetta félag aldrei verið. Það er ekki ætlast til þess að menn skrái skuldabréf, hvað þá bréf sem eru töpuð að mestu,“ útskýrir Sigmundur, en Anna Sigurlaug keypti skuldabréf af bönkunum fyrir hrun. Heildarumfang þeirra var rúmar 500 milljónir sem töpuðust að mestu leyti við fall bankanna. Hún átti því kröfur í slitabú allra stóru bankanna sem féllu í hruninu.Siðferði byggir á lögumEn nær siðferðið ekki lengra en sem reglurnar kveða á um? „Jú. Ég byggi mitt siðferði á lögum og reglum. Sem stjórnmálamaður byggi ég mitt siðferði á því að gera samfélaginu sem mest gagn. Út á það gengur mitt starf. Ég fór ekki í stjórnmál til þess að hafa af því atvinnu og gera það alla ævi, heldur vegna þess að ég hafði sterkar skoðanir á því til hvaða aðgerða ætti að grípa til að koma Íslandi á réttan kjöl. Ég var sakaður um að vera lýðskrumari, að tala fyrir einhverju sem væri ekki raunhæft. Freistingin var alltaf sú, þegar öll spjót beindust að mér, að segja að ég væri svo sannfærður um þessa leið, að ganga svona hart fram gegn kröfuhöfum, að ég væri tilbúinn að ganga á hagsmuni eiginkonu minnar. Mér fannst ekki siðferðislega rétt að blanda henni í þessa umræðu til að upphefja sjálfan mig.“ Sigmundur segir það hafa verið prinsipp frá því að hann hóf stjórnmálaferilinn að halda málefnum eiginkonu sinnar og fjölskyldu utan við átök stjórnmálanna. „Það hefur stundum gengið erfiðlega. Það hefur oft verið gert mikið úr því að hún og fjölskylda hennar séu efnað fólk. Mér hefur þótt það afskaplega leiðinlegt. Ég hef á tímum haft mikið samviskubit yfir því hvernig konan mín hefur liðið fyrir stjórnmálaþátttöku mína.“Af hverju steig eiginkona þín fram og tilkynnti um þessir eignir á þessum tíma? Hafði það að gera með siðareglur sem voru samþykktar í þinginu daginn eftir eða því fjölmiðlar hófu að grafast fyrir um málið? „Maður hafði heyrt þessar kenningar áður. Hvort að við hefðum eitthvað að fela, eins og er algengt þegar miklir fjármunir eru annars vegar, ekki hvað síst í andrúmslofti þar sem ríkir vantraust eins og hefur verið frá hruni. Það þarf ekki mikið til að geta í eyðurnar eða gefa sér hluti. Einhver fjölmiðillinn hafði verið að spyrjast fyrir um þetta, en það var bara framhald af þessari löngu sögu.“Vildi koma hreint framSkrifuðuð þið yfirlýsinguna saman? „Hún sat og skrifaði þetta við eldhúsborðið og ég ræddi við hana. En hún skrifaði þetta. Hún ákvað að gera hreint fyrir sínum dyrum með að fá staðfestingu frá endurskoðanda á því að hún hefði greitt sína skatta og skyldur alla tíð. Reyndar hefur hún alltaf verið samviskusöm með slíkt. Á sínum tíma var verið að benda henni á möguleika á því að fresta skattgreiðslum og fjárfesta í millitíðinni, því það gæti verið hagkvæmni í því. En hún var afdráttarlaus með að hún vildi alla skatta gerða upp um leið. Með þessari staðfestingu kom líka í ljós að hún hafði tapað peningum á að eiga inni hjá bönkunum, eins og margir aðrir.“En á meðan þú stóðst í þessu öllu, að eiga við kröfuhafana, hugsaðirðu aldrei um að eiginkona þín væri einn kröfuhafa? „Ég hef alltaf litið svo á að Íslendingar allir séu kröfuhafar í bönkunum. Stærsti kröfuhafinn er íslenska ríkið, eða Seðlabankinn. Risastórir kröfuhafar eru lífeyrissjóðirnir. Í þessu máli hefur enginn talið ástæðu til að gera sérstaklega grein fyrir hagsmunum sínum. Þó voru þingmenn og fyrrverandi ráðherrar sem eiga gríðarlegan uppsafnaðan lífeyri sem eru líka hagsmunir í þessu máli. Þú ræðir um siðareglur, það er alveg ljóst að frá því að menn fóru að takast á við þessi stóru efnahagsmál í tengslum við hrunið að menn hafa verið að taka ákvarðanir sem hafa gífurleg áhrif. Ekki bara á hagsmuni tengdra heldur þeirra sjálfra líka. Neyðarlögin t.d. tryggðu eignir í bönkum, innistæður og peningamarkaðssjóði. Þær eignir voru tryggðar á kostnað annarra eigna, t.d. skuldabréfa. Þeir breyttu lögunum til að forgangsraða í þágu slíkra eigna. Samt sá enginn ráðherra eða þingmaður ástæðu til þess að gera grein fyrir því hversu miklar eignir hann væri að verja fyrir sig eða sína.“ Sigmundur segir viðureignina við kröfuhafana slíka hagsmuni fyrir samfélagið að hagsmunir einstaklinga séu smávægilegir í samanburði. „Það væri fráleitt fyrir stjórnmálamann, og ég tala nú ekki um forsætisráðherra, að láta slíkt hafa áhrif á sig. Ég talaði fyrir þessari leið, að kröfuhafar þyrftu að gefa verulega eftir af eignum sínum til að samfélagið næði sér á strik. Ég held að menn geti viðurkennt að ég hafi leitt þessa umræðu og fylgt henni eftir, á öllum stigum málsins hafi ég talað fyrir því að ganga hart fram. Ég er ekki að segja að aðrir sem unnu með mér hafi haldið aftur af manni í því, en í hvert sinn sem einhver fann leið til þess að ganga lengra studdi ég það. Í hvert sinn sem mér fannst einhver gefa eftir, hvatti ég þá til að gefa í, því þetta væri vel hægt. Það yrði að tryggja þessa niðurstöðu.“Þannig að þér finnst fráleitt að halda fram að þessar eignir konu þinnar hafi haft eitthvað að segja um þína framgöngu í málum gegn kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna? „Algjörlega fráleitt. Enda er þetta mál sem ég set á dagskrá og keyri áfram gegn mikilli andspyrnu eins og menn muna frá síðustu kosningum. Þessi niðurstaða náðist. Einn þekktasti lögfræðingur á sviði skuldaríkja, Lee Bucheit, kallaði þetta einstaka niðurstöðu í fjármálasögu heimsins.“Vísir/ErnirHugsaði ekki um að segja Bjarna fráDatt þér aldrei í hug að segja Bjarna frá þessu? Langaði þig ekki að segja honum frá þessu? „Ég hugleiddi það ekki sérstaklega, ég hugsa að mér hefði þótt ankannalegt að fara að ræða fjármál eiginkonu minnar við hann. Hann hefur verið meðvitaður um það frá upphafi hvar ég stend í þessu máli. Hversu ákafur ég hef verið í að ná þessum árangri og hefur verið góður samstarfsmaður. Það hefði kannski frekar verið freistingin að nota þetta í pólitísku umræðunni þegar sótt var að manni. Með því að segja sjáiði, hérna. Þetta er svo mikilvægt að hugsanlegir peningar sem konan mín fengi með því að fara aðrar leiðir skipta engu máli. En þá hefði ég með því verið að sveifla henni fyrir framan mig þegar öll spjót stóðu á mér fyrir að vera með óraunhæfar tillögur.“Bar þér ekki skylda til þess að greina frá þessu, þegar þú áttir tvo fulltrúa í framkvæmdahópnum um afnám hafta og um viðureign við kröfuhafa? „Það er ekki nein slík formleg skylda, samkvæmt þeim reglum sem við höfum rætt, né heldur siðferðisleg skylda, því siðferðisleg skylda hjá mér sem stjórnmálamanni snýst um skyldur mínar við samfélagið og að hámarka árangur minn fyrir það. Þá hlýtur maður að velta fyrir sér hvort það hefði verið betra fyrir niðurstöðuna, ef ég hefði gert þetta að einhverju umtalsefni, fyrstur manna að draga fjölskylduhagsmuni inn í það þegar verið er að taka ákvarðanir eftir hrunið. Þegar menn höfðu áður ekki greint frá því sem þeir voru að verja, sem voru eigin hagsmunir og fjölskyldu.“Um hvaða menn ertu að tala sem ekki greindu frá hagsmunum sem þeir voru að verja? „Þá er ég að tala um alla þá þingmenn og ráðherra sem áttu peninga í bönkum, inni á reikningum, í peningamarkaðssjóðum, eða fjölskyldur sem áttu slíkar eignir, þingmenn sem eiga mikil lífeyrisréttindi, lífeyrissjóðirnir verða fyrir verulegum áhrifum af því hvernig þessu uppgjöri er háttað. Í öllum þeim ákvörðunum hafa menn verið að fást við mikla hagsmuni. Í flestum tilvika hefur þetta snúist um að þeir væru að verja hagsmuni sína og fjölskyldna sinna án þess að þeir teldu ástæðu til að gera grein fyrir því. Að mínu mati var það bara eðlilegt því um leið voru þeir að verja hagsmuni samfélagsins. Hér er frekar um það að ræða að ég er að fórna hagsmunum fjölskyldunnar til þess að verja hagsmuni samfélagsins. Þessi efnahagslega endurreisn hefur verið slagur og stríð þar sem ég hugsaði allan tímann fyrst og fremst um markmiðið. Ef maður hefur tækifæri til að fara yfir allt sem maður hefur gert getur maður eflaust fundið atriði sem maður myndi breyta, en ég myndi veigra mér við því að breyta einhverju í þessari baráttu í því ljósi að það hafðist sigur. Farsæl niðurstaða náðist.“Vísir/ErnirTalsmaður krónunnarEn nú hefur þú verið talsmaður þess að Ísland standi utan ESB og hefur verið einn helsti talsmaður íslensku krónunnar. Af hverju vill eiginkona þín þá hafa sína peninga í útlöndum? „Henni finnst, og mér finnst það virðingarvert, að hún eigi ekki að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, hlutabréfum eða öðru sem gæti vakið spurningar vegna stjórnmálaþátttöku minnar. Þess vegna hefur hún ákveðið að halda peningunum þarna, en hún hefur ekki grætt á því. Talandi um krónuna þá hefði hún getað farið þessa svokölluðu fjárfestingarleið Seðlabankans, sem stóð efnuðu fólki til boða, eða sem átti eignir erlendis. Fólki var þar gefinn möguleiki á að kaupa íslenskar krónur á afslætti, á verði sem var ekki í boði fyrir almenning. Eitthvað hefði verið sagt ef hún hefði nýtt sér þennan möguleika, ímynda ég mér. Hún hefði getað gert það, hún hefði getað farið aðrar leiðir, ávaxtað þessar krónur sínar verðtryggt á háum vöxtum og eftir að stöðugleika var komið á í efnahagslífinu og gengi krónu fór að styrkjast jafnt og þétt, þá hefði eignin enn aukist. Þannig að ég hef nú ekki reiknað það en ef hún hefði farið þessa leið, að taka peningana heim, keypt krónur á afslætti, fjárfest hér eða ávaxtað, verðtryggt á háum vöxtum, og íslenska krónan styrkst samhliða hefði hún ávaxtað þær eignir gríðarlega. Kæmi mér ekki á óvart ef hún hefði tvöfaldað þær. En hún taldi ekki rétt að fara þessa leið, því hún vildi ekki að það vöknuðu spurningar um að fjárfestingar hennar hér og eign hennar á krónum væru að hafa áhrif á afstöðu mína, t.d. í þessari baráttu minni gegn verðtryggingunni og háum vöxtum. Mér finnst virðingarvert að hún hafi tekið þessa afstöðu, ég krafðist þess ekki af henni, en var henni þakklátur og þakkaði henni fyrir. Ég taldi þetta rétt, að vera ekki að taka þetta heim með öllum þeim álitaefnum sem það myndi vekja. Það hefur kostað hana mikið. Enn á ný er hún ekki að græða heldur tapa á þátttöku minni í stjórnmálum.“ Sigmundur segist raunar undrandi á því hvernig menn leyfi sér í sumum tilvikum að snúa hlutunum algjörlega á haus. „Maður í minni stöðu hefur ekkert rétt á því að vera leiður á því að vera spurður spurninga, en ég get alveg viðurkennt að ég hef verið undrandi á því hvernig sumir hafa gengið fram.“ Hann nefnir Björn Val Gíslason, þingmann VG, sem dæmi. „Annaðhvort leyfir hann sér að snúa hlutunum svona á haus, eða þá að hann hefur ekki þekkingu á grundvallarhugtökum í þessum efnum, eins og hvað felst í því að vera hrægammur.“Hvernig brást Bjarni við þegar hann frétti af málinu? „Ég ætla nú ekki að rekja samtöl okkar sérstaklega, en hann tók þessu ekki illa. Hann veit manna best hvað ég hef verið harður í þessu, alltaf.“Hvað með Seðlabankann? „Nei, engin viðbrögð.“Heldurðu að málið skaði þig pólitískt? „Ég lít svo á að fólk hljóti, ekki allir auðvitað, en margir, að virða það við mig að hafa tekið þessa baráttu og náð þessum árangri í að fást við kröfuhafana. Ég á ekki von á að það muni draga úr líkunum á að þeir virði það við mig að sjá, að um leið hafi ég verið að ganga enn á, eða auka á, tap eiginkonu minnar.“Þorsteinn Sæmundsson steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni og sagði að þetta myndi þjappa stuðningsmönnum þínum saman, ertu sammála því? „Ég hef ekki frá því ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn og þéttan stuðning eins og í þessu máli. Ég held að það sé vegna þess að þetta fólk sem hefur unnið með mér veit að ég hef verið vakinn og sofinn í þessari baráttu og hef ekkert látið stoppa mig í henni. Mér finnst mjög ósanngjarnt að fjárhagur eiginkonu minnar sé notaður til þess að höggva í mig.“Skilur að almenningur vilji svörÞú hlýtur samt að skilja gagnrýnina. Þingmaður Pírata sagði þetta mesta trúnaðarbrot við þjóðina sem forsætisráðherra gæti framið. Aðrir hafa sagt að þú hefðir átt að standa upp og svara fyrir allt saman strax. „Sumar vangaveltur fólks skil ég. En ég skil ekki hvernig sumir úr röðum stjórnarandstöðu hafa reynt að gera sér mat úr þessu máli. Þetta er meira og minna allt sama fólkið sem stóð í vegi fyrir þessari baráttu frá upphafi. Fólk sem kallaði mig lýðskrumara, fólk sem sagði að það væri ekki raunhæf lausn að ætla sér að skattleggja slitabúin, að það myndi kalla á dómsmál o.s.frv. En ég skil vel að almenningur skuli velta hlutunum fyrir sér og kannski hef ég ekki verið nægilega skýr. Ég vona að ég svari einhverjum þessara spurninga í þessu viðtali.“En nagarðu þig ekki í handarbökin fyrir að hafa ekki svarað fyrir allt saman strax? „Auðvitað er þetta eitthvað sem maður var alltaf að velta fyrir sér. Ég reyndi að halda mig við prinsippið með það að tjá mig ekki um konuna mína. Spurningin mín var, ef ég vík frá þessu prinsippi og fer að tjá mig um þetta, hvar endar það? Það er endalaust hægt að gera það tortryggilegt að fólk eigi peninga, til dæmis barst fyrirspurn, eða krafa, um að konan mín birti sundurliðað yfirlit yfir eignir sínar. Maður spyr sig, hvar á þetta enda? Ég held að flestir sem á annað borð vilja gefa manni einhvern séns, hljóti að sjá að það sem er aðalmálið er að konan mín hefur staðið skil á öllu sínu, sýnt í málinu frekar fórnfýsi en hitt, og það að þeir þingmenn og fleiri sem stóðu helst í vegi fyrir því að þessi árangur næðist, að þeir stökkvi fram. Ég held að flestir sjái í gegnum það. En svo áttar maður sig á því, að fólk er að velta alls konar hlutum fyrir sér, og þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri betra að fara í þetta viðtal og gera grein fyrir þessum hlutum öllum. Eins og þessu grundvallaratriði að konan mín er ekki að hagnast á því að geyma eignir sínar áfram erlendis.“Sumir hafa sagt að það sé ekki gott að forsætisráðherra sendi fótgönguliða út á vígvöllinn og svari engum spurningum um málið sjálfur. Þorsteinn er einn þeirra þingmanna sem stigið hafa fram á völlinn og varið þig í málinu. Ræddirðu við hann persónulega áður en hann fór af stað? „Ég hef ekki rætt málið við Þorstein frá því að þetta kom upp, en hann er mikill prinsippmaður, réttsýnismaður og verður oft heitt í hamsi þegar honum er misboðið. Maður finnur það oft að það er mikil tilfinning í hans pólitík. Hann er maður sem vill að réttlætið sigri og er mjög heitur í þeirri baráttu, ég sé það að honum hefur mislíkað þessi framganga.“Hafið þið hjónin pælt í að koma með peningana heim núna? „Ég held að það myndi varla mælast vel fyrir. Ef hún færi að koma með þessa peninga heim og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Eða eins og ég segi í verðtryggðum, íslenskum krónum. Hvað hefðu menn sagt ef hún hefði keypt krónur á afslætti, sem þá var auðvitað löglegt og stjórnvöld beinlínis að hvetja til? Þegar svona fjármál eru annars vegar er endalaust hægt að búa til álitamál. Þess vegna held ég að það sé rétt ákvörðun hjá henni, að hafa þetta með þessum hætti. Til að skapa ekki síka árekstra eða spurningar.“ Aðspurður segir Sigmundur eiginkonu sína sér vitandi eiga einungis hlut í litlu skartgripafyrirtæki á Íslandi.Stuðningur frá samstarfsflokkiEn orkar ekki tvímælis að aðstoðarmaður þinn skuli koma fram sem talsmaður eiginkonu þinnar í þessu máli, sem þú og aðstoðarmaður þinn hafa fullyrt að sé fullkomið einkamál frúarinnar komi ekki ráðherranum við? „Ég segi bara eins og Jóhannes benti á, hann hringdi ekki í þá, þeir hringdu í hann. Hann reyndi að svara eftir bestu getu. Benda á helstu staðreyndir sem lágu fyrir með því sem hún skrifaði og svo ég á heimasíðu minni.“ Mikið hefur verið rætt um að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund. Hann íhugaði aldrei að segja af sér. „Það væri afskaplega undarlegt að fara í slíkar vangaveltur út frá því að í ljós hafi komið að ég hafi í öllum mínum störfum tekið almannahagsmuni fram yfir hagsmuni nákominna ættingja, og um leið hafi komið í ljós að konan mín hafi staðið skil á öllum sínum sköttum og gjöldum frá upphafi. Það væri skrýtið tilefni til að hugleiða slíkt.“ Hann efast ekki um að samstarfsflokkurinn myndi styðja hann ef slík tillaga væri lögð fram. „Ég efast ekki um það. Ég hef fundið stuðning frá fólki í Sjálfstæðisflokki eins og Framsóknarflokki enda væri vantrauststillaga á forsætisráðherra vantrauststillaga á ríkisstjórnina. Ég held hins vegar að það gæti verið ágætt að taka þá umræðu, og þá gefst tóm til að fara yfir störf ríkisstjórnarinnar og jafnvel þeirrar síðustu líka.“Skattaskjól alvarlegt mál Almennt segir Sigmundur það að gefa ekki upp eignir og geyma þær í skattaskjólum mjög alvarlegt mál. Hann segir ríkisstjórnina raunar hafa stigið það sem kalla mætti óvanaleg skref í því að reyna að koma upp um slíkt. „Ég gerði t.d. allt eins ráð fyrir því að það væru upplýsingar um þetta félag eiginkonu minnar í þessum gögnum sem við höfum verið að kaupa, listum um félög á aflandseyjum, og sá ekkert að því enda alltaf verið gerð grein fyrir þessu fyrirtæki. Því hefur aldrei verið haldið leyndu. Það er bara listi yfir fyrirtæki, hvort sem gjöld og skattar hafa verið borgaðir eða ekki. En það er auðvitað fráleitt að nota orðið skattaskjól í þessu máli og þversögn raunar. Þetta er ekki skattaskjól ef skattarnir eru greiddir hér. Það eru ýmsar ástæður auðvitað fyrir því að menn stofna svona aflandsfélög, sérstaklega á árum áður. Þetta var ekkert sérstakt markmið hjá eiginkonu minni að eignast svona fyrirtæki, hún fékk arf frá fjölskyldufyrirtækjunum og leitaði ráða um hvernig best væri að haga málinu. Við höfðum hugsað okkur að setjast að í útlöndum, höfðum verið í Bretlandi og gerðum ráð fyrir að vera áfram erlendis. Hún fékk þá ráðgjöf að þá væri best að hafa þetta á erlendum reikningi og svona félag myndi gera þetta aðgengilegt hvar sem við myndum búa. Hvorki hún eða ég höfðum sérstaka þekkingu á því hvað fælist í svona félagi. Þetta var bara einhver pakki sem boðið var upp á á þessum tíma. Og ég held að hundruð Íslendinga hafi gengið inn í svipaðan pakkadíl, ef svo má segja. Það er ekkert að því að eiga félög erlendis ef lögum er fylgt. Aðalatriðið er að allt sé gefið upp.“Vill hitta Kára og ræða málinÞegar þú stóðst í kosningabaráttu sagðir þú, ég ætla að leiðrétta skuldirnar ykkar og semja við kröfuhafa. Hvað sem hverjum finnst um þetta allt saman, þá sagðiru þetta fyrir kosningar og þú stóðst við það. Af hverju stendurðu ekki keikari? Af hverju ertu alltaf að hengja þig í smáatriðin? Fara í ritdeilur við Kára Stefánsson og ræða um tíð síðustu ríkisstjórnar? „Þetta er alveg gild spurning. Og auðvitað eitthvað sem maður ætti að hugleiða, hvort maður hafi ekki nálgast þetta á nógu jákvæðum nótum, sem þó er fullt tilefni til. Pirrað sig of mikið út af hlutum sem skipta ekki höfuðmáli. Það kann vel að vera að ég þurfi að hugleiða að nálgast hlutina öðruvísi. Ég viðurkenni það. Með Kára freistaðist ég til þess að svara honum í upphafi því ég hef alltaf haft lúmskt gaman af Kára. Þess vegna má segja að hafi verið ákveðinn virðingarvottur í því fólginn að svara honum, svo fannst mér hann gefa svo mikið færi á sér. Ég stóðst ekki freistinguna. En það er komið gott hjá okkur Kára. Ég fer kannski bara og hitti hann bráðum. Það er alltaf upplifun að hitta Kára!“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigmundur Davíð hefur legið undir ámæli fyrir að hafa ekki greint frá þessum hagsmunum sínum í ljósi þess að hann hefur leitt, ásamt fjármálaráðherra, viðureign við kröfuhafa föllnu bankanna. Anna Sigurlaug greindi sjálf frá málinu á Facebook síðu sinni eftir að fyrirspurnir bárust frá fjölmiðlum. Fyrir liggur að allir skattar og gjöld hafa verið greidd af félagi Önnu Sigurlaugar. Eftir stendur spurningin um hvort Sigmundi hafi ekki borið skylda til þess að greina frá þessum hagsmunum fyrr, þegar hann átti tvo fulltrúa í framkvæmdahópi um afnám hafta og um viðureign við kröfuhafa, sem hlýtur að teljast með stærri málum sem núverandi ríkisstjórn stóð og stendur frammi fyrir. Stenst málið siðferðislega skoðun? „Þær siðareglur sem settar voru af síðustu ríkisstjórn, 2011, höfum við ekki staðfest. En þótt við hefðum gert það hefði það engu breytt, því í þeim er vísað í hagsmunaskráningu þingmanna og þess getið að menn láti ekki eigin hagsmuni hafa áhrif á störf sín. Það er alveg ljóst, eins og forseti þingsins hefur kveðið mjög skýrt upp úr um, að það er engin bein skylda og ekki ætlast til þess að menn skrái eignir maka í þessari hagsmunaskráningu. Enginn þingmaður hefur gert það. Það er líka ljóst að það er ekki gert ráð fyrir því að menn skrái eignir af þessari gerð. Hagsmunaskáning þingmanna tiltekur félög í atvinnurekstri en það hefur þetta félag aldrei verið. Það er ekki ætlast til þess að menn skrái skuldabréf, hvað þá bréf sem eru töpuð að mestu,“ útskýrir Sigmundur, en Anna Sigurlaug keypti skuldabréf af bönkunum fyrir hrun. Heildarumfang þeirra var rúmar 500 milljónir sem töpuðust að mestu leyti við fall bankanna. Hún átti því kröfur í slitabú allra stóru bankanna sem féllu í hruninu.Siðferði byggir á lögumEn nær siðferðið ekki lengra en sem reglurnar kveða á um? „Jú. Ég byggi mitt siðferði á lögum og reglum. Sem stjórnmálamaður byggi ég mitt siðferði á því að gera samfélaginu sem mest gagn. Út á það gengur mitt starf. Ég fór ekki í stjórnmál til þess að hafa af því atvinnu og gera það alla ævi, heldur vegna þess að ég hafði sterkar skoðanir á því til hvaða aðgerða ætti að grípa til að koma Íslandi á réttan kjöl. Ég var sakaður um að vera lýðskrumari, að tala fyrir einhverju sem væri ekki raunhæft. Freistingin var alltaf sú, þegar öll spjót beindust að mér, að segja að ég væri svo sannfærður um þessa leið, að ganga svona hart fram gegn kröfuhöfum, að ég væri tilbúinn að ganga á hagsmuni eiginkonu minnar. Mér fannst ekki siðferðislega rétt að blanda henni í þessa umræðu til að upphefja sjálfan mig.“ Sigmundur segir það hafa verið prinsipp frá því að hann hóf stjórnmálaferilinn að halda málefnum eiginkonu sinnar og fjölskyldu utan við átök stjórnmálanna. „Það hefur stundum gengið erfiðlega. Það hefur oft verið gert mikið úr því að hún og fjölskylda hennar séu efnað fólk. Mér hefur þótt það afskaplega leiðinlegt. Ég hef á tímum haft mikið samviskubit yfir því hvernig konan mín hefur liðið fyrir stjórnmálaþátttöku mína.“Af hverju steig eiginkona þín fram og tilkynnti um þessir eignir á þessum tíma? Hafði það að gera með siðareglur sem voru samþykktar í þinginu daginn eftir eða því fjölmiðlar hófu að grafast fyrir um málið? „Maður hafði heyrt þessar kenningar áður. Hvort að við hefðum eitthvað að fela, eins og er algengt þegar miklir fjármunir eru annars vegar, ekki hvað síst í andrúmslofti þar sem ríkir vantraust eins og hefur verið frá hruni. Það þarf ekki mikið til að geta í eyðurnar eða gefa sér hluti. Einhver fjölmiðillinn hafði verið að spyrjast fyrir um þetta, en það var bara framhald af þessari löngu sögu.“Vildi koma hreint framSkrifuðuð þið yfirlýsinguna saman? „Hún sat og skrifaði þetta við eldhúsborðið og ég ræddi við hana. En hún skrifaði þetta. Hún ákvað að gera hreint fyrir sínum dyrum með að fá staðfestingu frá endurskoðanda á því að hún hefði greitt sína skatta og skyldur alla tíð. Reyndar hefur hún alltaf verið samviskusöm með slíkt. Á sínum tíma var verið að benda henni á möguleika á því að fresta skattgreiðslum og fjárfesta í millitíðinni, því það gæti verið hagkvæmni í því. En hún var afdráttarlaus með að hún vildi alla skatta gerða upp um leið. Með þessari staðfestingu kom líka í ljós að hún hafði tapað peningum á að eiga inni hjá bönkunum, eins og margir aðrir.“En á meðan þú stóðst í þessu öllu, að eiga við kröfuhafana, hugsaðirðu aldrei um að eiginkona þín væri einn kröfuhafa? „Ég hef alltaf litið svo á að Íslendingar allir séu kröfuhafar í bönkunum. Stærsti kröfuhafinn er íslenska ríkið, eða Seðlabankinn. Risastórir kröfuhafar eru lífeyrissjóðirnir. Í þessu máli hefur enginn talið ástæðu til að gera sérstaklega grein fyrir hagsmunum sínum. Þó voru þingmenn og fyrrverandi ráðherrar sem eiga gríðarlegan uppsafnaðan lífeyri sem eru líka hagsmunir í þessu máli. Þú ræðir um siðareglur, það er alveg ljóst að frá því að menn fóru að takast á við þessi stóru efnahagsmál í tengslum við hrunið að menn hafa verið að taka ákvarðanir sem hafa gífurleg áhrif. Ekki bara á hagsmuni tengdra heldur þeirra sjálfra líka. Neyðarlögin t.d. tryggðu eignir í bönkum, innistæður og peningamarkaðssjóði. Þær eignir voru tryggðar á kostnað annarra eigna, t.d. skuldabréfa. Þeir breyttu lögunum til að forgangsraða í þágu slíkra eigna. Samt sá enginn ráðherra eða þingmaður ástæðu til þess að gera grein fyrir því hversu miklar eignir hann væri að verja fyrir sig eða sína.“ Sigmundur segir viðureignina við kröfuhafana slíka hagsmuni fyrir samfélagið að hagsmunir einstaklinga séu smávægilegir í samanburði. „Það væri fráleitt fyrir stjórnmálamann, og ég tala nú ekki um forsætisráðherra, að láta slíkt hafa áhrif á sig. Ég talaði fyrir þessari leið, að kröfuhafar þyrftu að gefa verulega eftir af eignum sínum til að samfélagið næði sér á strik. Ég held að menn geti viðurkennt að ég hafi leitt þessa umræðu og fylgt henni eftir, á öllum stigum málsins hafi ég talað fyrir því að ganga hart fram. Ég er ekki að segja að aðrir sem unnu með mér hafi haldið aftur af manni í því, en í hvert sinn sem einhver fann leið til þess að ganga lengra studdi ég það. Í hvert sinn sem mér fannst einhver gefa eftir, hvatti ég þá til að gefa í, því þetta væri vel hægt. Það yrði að tryggja þessa niðurstöðu.“Þannig að þér finnst fráleitt að halda fram að þessar eignir konu þinnar hafi haft eitthvað að segja um þína framgöngu í málum gegn kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna? „Algjörlega fráleitt. Enda er þetta mál sem ég set á dagskrá og keyri áfram gegn mikilli andspyrnu eins og menn muna frá síðustu kosningum. Þessi niðurstaða náðist. Einn þekktasti lögfræðingur á sviði skuldaríkja, Lee Bucheit, kallaði þetta einstaka niðurstöðu í fjármálasögu heimsins.“Vísir/ErnirHugsaði ekki um að segja Bjarna fráDatt þér aldrei í hug að segja Bjarna frá þessu? Langaði þig ekki að segja honum frá þessu? „Ég hugleiddi það ekki sérstaklega, ég hugsa að mér hefði þótt ankannalegt að fara að ræða fjármál eiginkonu minnar við hann. Hann hefur verið meðvitaður um það frá upphafi hvar ég stend í þessu máli. Hversu ákafur ég hef verið í að ná þessum árangri og hefur verið góður samstarfsmaður. Það hefði kannski frekar verið freistingin að nota þetta í pólitísku umræðunni þegar sótt var að manni. Með því að segja sjáiði, hérna. Þetta er svo mikilvægt að hugsanlegir peningar sem konan mín fengi með því að fara aðrar leiðir skipta engu máli. En þá hefði ég með því verið að sveifla henni fyrir framan mig þegar öll spjót stóðu á mér fyrir að vera með óraunhæfar tillögur.“Bar þér ekki skylda til þess að greina frá þessu, þegar þú áttir tvo fulltrúa í framkvæmdahópnum um afnám hafta og um viðureign við kröfuhafa? „Það er ekki nein slík formleg skylda, samkvæmt þeim reglum sem við höfum rætt, né heldur siðferðisleg skylda, því siðferðisleg skylda hjá mér sem stjórnmálamanni snýst um skyldur mínar við samfélagið og að hámarka árangur minn fyrir það. Þá hlýtur maður að velta fyrir sér hvort það hefði verið betra fyrir niðurstöðuna, ef ég hefði gert þetta að einhverju umtalsefni, fyrstur manna að draga fjölskylduhagsmuni inn í það þegar verið er að taka ákvarðanir eftir hrunið. Þegar menn höfðu áður ekki greint frá því sem þeir voru að verja, sem voru eigin hagsmunir og fjölskyldu.“Um hvaða menn ertu að tala sem ekki greindu frá hagsmunum sem þeir voru að verja? „Þá er ég að tala um alla þá þingmenn og ráðherra sem áttu peninga í bönkum, inni á reikningum, í peningamarkaðssjóðum, eða fjölskyldur sem áttu slíkar eignir, þingmenn sem eiga mikil lífeyrisréttindi, lífeyrissjóðirnir verða fyrir verulegum áhrifum af því hvernig þessu uppgjöri er háttað. Í öllum þeim ákvörðunum hafa menn verið að fást við mikla hagsmuni. Í flestum tilvika hefur þetta snúist um að þeir væru að verja hagsmuni sína og fjölskyldna sinna án þess að þeir teldu ástæðu til að gera grein fyrir því. Að mínu mati var það bara eðlilegt því um leið voru þeir að verja hagsmuni samfélagsins. Hér er frekar um það að ræða að ég er að fórna hagsmunum fjölskyldunnar til þess að verja hagsmuni samfélagsins. Þessi efnahagslega endurreisn hefur verið slagur og stríð þar sem ég hugsaði allan tímann fyrst og fremst um markmiðið. Ef maður hefur tækifæri til að fara yfir allt sem maður hefur gert getur maður eflaust fundið atriði sem maður myndi breyta, en ég myndi veigra mér við því að breyta einhverju í þessari baráttu í því ljósi að það hafðist sigur. Farsæl niðurstaða náðist.“Vísir/ErnirTalsmaður krónunnarEn nú hefur þú verið talsmaður þess að Ísland standi utan ESB og hefur verið einn helsti talsmaður íslensku krónunnar. Af hverju vill eiginkona þín þá hafa sína peninga í útlöndum? „Henni finnst, og mér finnst það virðingarvert, að hún eigi ekki að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, hlutabréfum eða öðru sem gæti vakið spurningar vegna stjórnmálaþátttöku minnar. Þess vegna hefur hún ákveðið að halda peningunum þarna, en hún hefur ekki grætt á því. Talandi um krónuna þá hefði hún getað farið þessa svokölluðu fjárfestingarleið Seðlabankans, sem stóð efnuðu fólki til boða, eða sem átti eignir erlendis. Fólki var þar gefinn möguleiki á að kaupa íslenskar krónur á afslætti, á verði sem var ekki í boði fyrir almenning. Eitthvað hefði verið sagt ef hún hefði nýtt sér þennan möguleika, ímynda ég mér. Hún hefði getað gert það, hún hefði getað farið aðrar leiðir, ávaxtað þessar krónur sínar verðtryggt á háum vöxtum og eftir að stöðugleika var komið á í efnahagslífinu og gengi krónu fór að styrkjast jafnt og þétt, þá hefði eignin enn aukist. Þannig að ég hef nú ekki reiknað það en ef hún hefði farið þessa leið, að taka peningana heim, keypt krónur á afslætti, fjárfest hér eða ávaxtað, verðtryggt á háum vöxtum, og íslenska krónan styrkst samhliða hefði hún ávaxtað þær eignir gríðarlega. Kæmi mér ekki á óvart ef hún hefði tvöfaldað þær. En hún taldi ekki rétt að fara þessa leið, því hún vildi ekki að það vöknuðu spurningar um að fjárfestingar hennar hér og eign hennar á krónum væru að hafa áhrif á afstöðu mína, t.d. í þessari baráttu minni gegn verðtryggingunni og háum vöxtum. Mér finnst virðingarvert að hún hafi tekið þessa afstöðu, ég krafðist þess ekki af henni, en var henni þakklátur og þakkaði henni fyrir. Ég taldi þetta rétt, að vera ekki að taka þetta heim með öllum þeim álitaefnum sem það myndi vekja. Það hefur kostað hana mikið. Enn á ný er hún ekki að græða heldur tapa á þátttöku minni í stjórnmálum.“ Sigmundur segist raunar undrandi á því hvernig menn leyfi sér í sumum tilvikum að snúa hlutunum algjörlega á haus. „Maður í minni stöðu hefur ekkert rétt á því að vera leiður á því að vera spurður spurninga, en ég get alveg viðurkennt að ég hef verið undrandi á því hvernig sumir hafa gengið fram.“ Hann nefnir Björn Val Gíslason, þingmann VG, sem dæmi. „Annaðhvort leyfir hann sér að snúa hlutunum svona á haus, eða þá að hann hefur ekki þekkingu á grundvallarhugtökum í þessum efnum, eins og hvað felst í því að vera hrægammur.“Hvernig brást Bjarni við þegar hann frétti af málinu? „Ég ætla nú ekki að rekja samtöl okkar sérstaklega, en hann tók þessu ekki illa. Hann veit manna best hvað ég hef verið harður í þessu, alltaf.“Hvað með Seðlabankann? „Nei, engin viðbrögð.“Heldurðu að málið skaði þig pólitískt? „Ég lít svo á að fólk hljóti, ekki allir auðvitað, en margir, að virða það við mig að hafa tekið þessa baráttu og náð þessum árangri í að fást við kröfuhafana. Ég á ekki von á að það muni draga úr líkunum á að þeir virði það við mig að sjá, að um leið hafi ég verið að ganga enn á, eða auka á, tap eiginkonu minnar.“Þorsteinn Sæmundsson steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni og sagði að þetta myndi þjappa stuðningsmönnum þínum saman, ertu sammála því? „Ég hef ekki frá því ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn og þéttan stuðning eins og í þessu máli. Ég held að það sé vegna þess að þetta fólk sem hefur unnið með mér veit að ég hef verið vakinn og sofinn í þessari baráttu og hef ekkert látið stoppa mig í henni. Mér finnst mjög ósanngjarnt að fjárhagur eiginkonu minnar sé notaður til þess að höggva í mig.“Skilur að almenningur vilji svörÞú hlýtur samt að skilja gagnrýnina. Þingmaður Pírata sagði þetta mesta trúnaðarbrot við þjóðina sem forsætisráðherra gæti framið. Aðrir hafa sagt að þú hefðir átt að standa upp og svara fyrir allt saman strax. „Sumar vangaveltur fólks skil ég. En ég skil ekki hvernig sumir úr röðum stjórnarandstöðu hafa reynt að gera sér mat úr þessu máli. Þetta er meira og minna allt sama fólkið sem stóð í vegi fyrir þessari baráttu frá upphafi. Fólk sem kallaði mig lýðskrumara, fólk sem sagði að það væri ekki raunhæf lausn að ætla sér að skattleggja slitabúin, að það myndi kalla á dómsmál o.s.frv. En ég skil vel að almenningur skuli velta hlutunum fyrir sér og kannski hef ég ekki verið nægilega skýr. Ég vona að ég svari einhverjum þessara spurninga í þessu viðtali.“En nagarðu þig ekki í handarbökin fyrir að hafa ekki svarað fyrir allt saman strax? „Auðvitað er þetta eitthvað sem maður var alltaf að velta fyrir sér. Ég reyndi að halda mig við prinsippið með það að tjá mig ekki um konuna mína. Spurningin mín var, ef ég vík frá þessu prinsippi og fer að tjá mig um þetta, hvar endar það? Það er endalaust hægt að gera það tortryggilegt að fólk eigi peninga, til dæmis barst fyrirspurn, eða krafa, um að konan mín birti sundurliðað yfirlit yfir eignir sínar. Maður spyr sig, hvar á þetta enda? Ég held að flestir sem á annað borð vilja gefa manni einhvern séns, hljóti að sjá að það sem er aðalmálið er að konan mín hefur staðið skil á öllu sínu, sýnt í málinu frekar fórnfýsi en hitt, og það að þeir þingmenn og fleiri sem stóðu helst í vegi fyrir því að þessi árangur næðist, að þeir stökkvi fram. Ég held að flestir sjái í gegnum það. En svo áttar maður sig á því, að fólk er að velta alls konar hlutum fyrir sér, og þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri betra að fara í þetta viðtal og gera grein fyrir þessum hlutum öllum. Eins og þessu grundvallaratriði að konan mín er ekki að hagnast á því að geyma eignir sínar áfram erlendis.“Sumir hafa sagt að það sé ekki gott að forsætisráðherra sendi fótgönguliða út á vígvöllinn og svari engum spurningum um málið sjálfur. Þorsteinn er einn þeirra þingmanna sem stigið hafa fram á völlinn og varið þig í málinu. Ræddirðu við hann persónulega áður en hann fór af stað? „Ég hef ekki rætt málið við Þorstein frá því að þetta kom upp, en hann er mikill prinsippmaður, réttsýnismaður og verður oft heitt í hamsi þegar honum er misboðið. Maður finnur það oft að það er mikil tilfinning í hans pólitík. Hann er maður sem vill að réttlætið sigri og er mjög heitur í þeirri baráttu, ég sé það að honum hefur mislíkað þessi framganga.“Hafið þið hjónin pælt í að koma með peningana heim núna? „Ég held að það myndi varla mælast vel fyrir. Ef hún færi að koma með þessa peninga heim og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Eða eins og ég segi í verðtryggðum, íslenskum krónum. Hvað hefðu menn sagt ef hún hefði keypt krónur á afslætti, sem þá var auðvitað löglegt og stjórnvöld beinlínis að hvetja til? Þegar svona fjármál eru annars vegar er endalaust hægt að búa til álitamál. Þess vegna held ég að það sé rétt ákvörðun hjá henni, að hafa þetta með þessum hætti. Til að skapa ekki síka árekstra eða spurningar.“ Aðspurður segir Sigmundur eiginkonu sína sér vitandi eiga einungis hlut í litlu skartgripafyrirtæki á Íslandi.Stuðningur frá samstarfsflokkiEn orkar ekki tvímælis að aðstoðarmaður þinn skuli koma fram sem talsmaður eiginkonu þinnar í þessu máli, sem þú og aðstoðarmaður þinn hafa fullyrt að sé fullkomið einkamál frúarinnar komi ekki ráðherranum við? „Ég segi bara eins og Jóhannes benti á, hann hringdi ekki í þá, þeir hringdu í hann. Hann reyndi að svara eftir bestu getu. Benda á helstu staðreyndir sem lágu fyrir með því sem hún skrifaði og svo ég á heimasíðu minni.“ Mikið hefur verið rætt um að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund. Hann íhugaði aldrei að segja af sér. „Það væri afskaplega undarlegt að fara í slíkar vangaveltur út frá því að í ljós hafi komið að ég hafi í öllum mínum störfum tekið almannahagsmuni fram yfir hagsmuni nákominna ættingja, og um leið hafi komið í ljós að konan mín hafi staðið skil á öllum sínum sköttum og gjöldum frá upphafi. Það væri skrýtið tilefni til að hugleiða slíkt.“ Hann efast ekki um að samstarfsflokkurinn myndi styðja hann ef slík tillaga væri lögð fram. „Ég efast ekki um það. Ég hef fundið stuðning frá fólki í Sjálfstæðisflokki eins og Framsóknarflokki enda væri vantrauststillaga á forsætisráðherra vantrauststillaga á ríkisstjórnina. Ég held hins vegar að það gæti verið ágætt að taka þá umræðu, og þá gefst tóm til að fara yfir störf ríkisstjórnarinnar og jafnvel þeirrar síðustu líka.“Skattaskjól alvarlegt mál Almennt segir Sigmundur það að gefa ekki upp eignir og geyma þær í skattaskjólum mjög alvarlegt mál. Hann segir ríkisstjórnina raunar hafa stigið það sem kalla mætti óvanaleg skref í því að reyna að koma upp um slíkt. „Ég gerði t.d. allt eins ráð fyrir því að það væru upplýsingar um þetta félag eiginkonu minnar í þessum gögnum sem við höfum verið að kaupa, listum um félög á aflandseyjum, og sá ekkert að því enda alltaf verið gerð grein fyrir þessu fyrirtæki. Því hefur aldrei verið haldið leyndu. Það er bara listi yfir fyrirtæki, hvort sem gjöld og skattar hafa verið borgaðir eða ekki. En það er auðvitað fráleitt að nota orðið skattaskjól í þessu máli og þversögn raunar. Þetta er ekki skattaskjól ef skattarnir eru greiddir hér. Það eru ýmsar ástæður auðvitað fyrir því að menn stofna svona aflandsfélög, sérstaklega á árum áður. Þetta var ekkert sérstakt markmið hjá eiginkonu minni að eignast svona fyrirtæki, hún fékk arf frá fjölskyldufyrirtækjunum og leitaði ráða um hvernig best væri að haga málinu. Við höfðum hugsað okkur að setjast að í útlöndum, höfðum verið í Bretlandi og gerðum ráð fyrir að vera áfram erlendis. Hún fékk þá ráðgjöf að þá væri best að hafa þetta á erlendum reikningi og svona félag myndi gera þetta aðgengilegt hvar sem við myndum búa. Hvorki hún eða ég höfðum sérstaka þekkingu á því hvað fælist í svona félagi. Þetta var bara einhver pakki sem boðið var upp á á þessum tíma. Og ég held að hundruð Íslendinga hafi gengið inn í svipaðan pakkadíl, ef svo má segja. Það er ekkert að því að eiga félög erlendis ef lögum er fylgt. Aðalatriðið er að allt sé gefið upp.“Vill hitta Kára og ræða málinÞegar þú stóðst í kosningabaráttu sagðir þú, ég ætla að leiðrétta skuldirnar ykkar og semja við kröfuhafa. Hvað sem hverjum finnst um þetta allt saman, þá sagðiru þetta fyrir kosningar og þú stóðst við það. Af hverju stendurðu ekki keikari? Af hverju ertu alltaf að hengja þig í smáatriðin? Fara í ritdeilur við Kára Stefánsson og ræða um tíð síðustu ríkisstjórnar? „Þetta er alveg gild spurning. Og auðvitað eitthvað sem maður ætti að hugleiða, hvort maður hafi ekki nálgast þetta á nógu jákvæðum nótum, sem þó er fullt tilefni til. Pirrað sig of mikið út af hlutum sem skipta ekki höfuðmáli. Það kann vel að vera að ég þurfi að hugleiða að nálgast hlutina öðruvísi. Ég viðurkenni það. Með Kára freistaðist ég til þess að svara honum í upphafi því ég hef alltaf haft lúmskt gaman af Kára. Þess vegna má segja að hafi verið ákveðinn virðingarvottur í því fólginn að svara honum, svo fannst mér hann gefa svo mikið færi á sér. Ég stóðst ekki freistinguna. En það er komið gott hjá okkur Kára. Ég fer kannski bara og hitti hann bráðum. Það er alltaf upplifun að hitta Kára!“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira